Nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneyti
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun gegna samhliða embætti forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.
Eftirfarandi stjórnarmálefni, sbr. neðangreinda liði forsetaúrskurðar, nr. 71/2013, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, færast undir embætti dómsmálaráðherra:
- 2. og 3. tölul. 4. gr.:
2. Ákæruvald, þar á meðal:
a. Embætti ríkissaksóknara.
b. Embætti sérstaks saksóknara.
3. Dómstóla, aðra en félagsdóm, þar á meðal:
a. Dómstólaráð.
b. Dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf.
c. Nefnd um dómarastörf.
- a. – c. liður 4. tölul. 4. gr.:
4. Réttarfar, þar á meðal:
a. Meðferð einkamála.
b. Meðferð sakamála.
c. Endurupptökunefnd.
- 8. tölul. 4. gr.:
Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna.
- 12. tölul. 4. gr.:
Almannavarnir
- 14. tölul. 4. gr.:
Lögreglu og löggæslu, þar á meðal:
a. Landamæravörslu.
c. Framsal/afhendingu sakamanna.
d. Schengen.
e. Peningaþvætti.
f. Erfðaefnaskrá lögreglu.
g. Öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
h. Lögregluskóla ríkisins.
i. Embætti ríkislögreglustjóra.
j. Lögreglustjóraembætti.
Innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra munu því báðir fara með verkefni hvor á sínu sviði og starfsmenn sem sinnt hafa verkefnum sem nú færast undir dómsmálaráðherra munu gera svo áfram og hafa aðsetur í innanríkisráðuneytinu