Fríverslunarviðræður EFTA og Víetnam halda áfram
Í síðustu viku fór fram í Genf 10. samningalota í fríverslunarviðræðum EFTA-ríkjanna og Víetnam. Viðræður EFTA og Víetnam hófust árið 2012 og er þar m.a. fjallað um vöruviðskipti, upprunareglur og viðskiptaliprun, þjónustuviðskipti, fjárfestingar, verndun hugverkaréttinda og sjálfbæra þróun. Viðræðurnar þokuðust nokkuð áfram í þessari samningalotu og verður næsta samningalota haldin í Víetnam í janúar á næsta ári.
Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar varðandi viðræðurnar við Víetnam til eftirfarandi:
Bergþór Magnússon, s. 545-9937, [email protected]
Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, s. 545-9936, [email protected]