Þjónusta á kjördag
Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, s.s. um kjörskrár, kjörstaði og atriði er lúta að framkvæmd alþingiskosninganna á kjördag, laugardaginn 27. apríl 2013.
Innanríkisráðuneytið
Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Símanúmerin eru 545 8280 og 545 8281.
- Upplýsingar fyrir fjölmiðla eru veittar í síma 896 7416.
Þjóðskrá Íslands
Þjóðskrá Íslands verður með símavakt á kjördag klukkan 10-22 og er númerið 515 5300.
Kjörstaðir
Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við alþingiskosningarnar 27. apríl og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Innanríkisráðuneytið er að safna saman upplýsingum um kjörstaði og leitast verður við að tengja í slíkar upplýsingar á vefjum sveitarfélaganna eftir því sem þær berast.
Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag