Föstudagspóstur 5. júlí 2024
Heil og sæl,
Hér kemur vikulegt yfirlit yfir störf utanríkisþjónustunnar í fyrstu viku júlímánaðar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kvaddi sendiherra Póllands, Kanada og Evrópusambandsins sem kveðja Ísland í sumar og þakkaði þeim fyrir störf sín hér á landi.
Utanríkisráðherra @thordiskolbrun kvaddi sendiherra Gerard Pokruszyński, sem mun bráðum ljúka utanríkiserindi sínu. 🇵🇱🤝🇮🇸
— PL in Reykjavik (@PLinIceland) July 2, 2024
Hún lagði áherslu á pólitíska nálgun og þróun efnahags- og menningarsamstarfs undanfarin ár og einnig á auknu vægi pólska samfélagsins í íslensku samfélagi. pic.twitter.com/mYWv36vYjA
As my time in Reykjavík slowly draws to an end, the season of farewells has started. Thank you to Foreign Minister @thordiskolbrun for hosting us yesterday, and for the excellent cooperation which we enjoyed with you and your Ministry throughout my mandate 🇪🇺 🇮🇸 pic.twitter.com/YMkb9IzHzB
— Ambassador Lucie Samcová (@LucieSamcova_EU) July 2, 2024
Þá beinum við sjónum að störfum sendiskrifstofa okkar úti í heimi.
Á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vín efndi Ísland meðal Norðurlandanna til fundar með pallborðsumræðum um kynjasjónarmið í loftslagsaðgerðum. Í pallborði sátu fulltrúar frá norrænu ríkjunum og tók Tinna Hallgrímsdóttir, loftslags- og sjálfbærnisérfræðingur, þátt fyrir hönd Íslands. Aðalávarp flutti Dr. Galyna Trypolska, vísindamaður hjá vísindaháskóla Úkraínu. Erindi Trypolska fjallaði um hræðileg áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu, meðal annars hvernig aukin losun koltvísýrings hefur bein áhrif á lífsskilyrði kvenna og stúlkna þar.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir, sendiráðunautur í Brussel frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu heimsótti Noreg ásamt fulltrúum í vinnuhópi ráðs ESB um orkumál. Heimsóttu þau m.a. Alta vatnsaflsvirkjun, Hammerfest LNG höfnina í Melkøya og North Cape.
Ísland tók til máls fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í 56. lotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf þar sem áhersla var lögð á að taka tillit til mannréttinda í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Einnig kallaði Ísland eftir að binda enda á brot á alþjóðlegum mannréttindalögum í Sýrlandi.
#HRC56: 🇮🇸 on behalf of 🇸🇪🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪 emphasised the need for a human rights-based approach in addressing the impacts of climate change. Climate policies must advance gender equality and intersectionality and refrain from exacerbating existing inequalities. pic.twitter.com/Y4wTmUxV61
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) July 2, 2024
#HRC56: Iceland on behalf of the NB8 🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪 voiced concern over the deteriorating human rights situation in Syria and demanded an end to violations and abuses of international human rights and humanitarian law by all parties. pic.twitter.com/I5m06BZKKk
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) July 3, 2024
Um helgina var hinsegindögum fagnað í Finnlandi með gleðigöngu. Harald Aspelund og Ásthildur Jónsdóttir marseruðu í göngunni með öðrum diplómötum til stuðnings við réttindabaráttu hinsegin fólks.
Þá tók sendiherra á móti U16 liði kvenna í fótbolta í sendiherrabústaðinn en þær keppa í Norðurlandamótinu.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Dublin þar sem hann hitti m.a. nýskipaðan ræðismann Íslands, Þorfinn Gunnlaugsson. Írland er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í London en Ísland og Írland eiga langa sögu og eiga góð tengsl.
Í ár hélt íslenska sendiráðið í London utan um norrænu samvinnuna vegna gleðigöngunnar í London.
Sendinefnd Íslans gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York tekur við varaformennsku í efnahags- og fjármálanefnd fyrir 79. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Á undirbúningsfundi fyrir Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lagði Ísland áherslu á sjálfbærni í fiskveiðum og sjávarfangi.🇮🇸 is honoured to take on the role of Vice-Chair in the Bureau for the #SecondCommittee #UNGA79 under the able leadership of @muhammad_muhith. Grateful for the hard work of the outgoing Bureau of #2C and the excellent guidance of @UruguayONU. pic.twitter.com/wbJ1cx3HMI
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) July 2, 2024
Preparations for the #UN #OceanConference in Nice 2025 are underway and at the #UNHQ prep meeting, #Iceland🇮🇸 emphasized #BlueFood, Management of #SustainableFisheries and #UNCLOS the Ocean Constitution🌊👑
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) July 3, 2024
Successful meeting chaired by co-hosts 🇨🇷🇫🇷 https://t.co/MsScQXH38E pic.twitter.com/wfDjtn8URJ
80 ára afmæli íslenska lýðveldisins var fagnað í Mumbai á miðvikudag við hátíðlegan viðburð á vegum aðalræðismanns Íslands í Mumbai, Gul Kripalani, og sendiráðsins í Delhí. Guðni Bragason sendiherra Íslands gagnvart Indlandi flutti hátíðarræðu og flutti kveðjur forseta Íslands. Ræddi hann einnig mikilvæga þætti í samskiptum ríkjanna og nefndi sérstaklega fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Indlands, sem undirritaður hefði verið fyrr á árinu.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Ottowa sótti uppselda sýningu Laufeyjar á Djasshátíð Ottowa, kvöld sem þau munu sannarlega seint gleyma.
Sendiráð Íslands í Ottowa vakti athygli á samstarfi íslenska fyritækisins Planet Youth og kanadískra stjórnvalda með það markmið að innleiða íslenska forvarnarmódelið í fjölda samfélaga í Kanada.
Sendiherrahjónin í Osló, Högni Kristjánsson og Ásgerður Ingibjörg Magnúsdóttir, heimsóttu Rjukan svæðið í Telemark í boði Per Lykkesem hefur unnið að uppbyggingu í kringum Hardangervidda þjóðgarðinn. Meðal annars heimsóttu þau miðstöð þjóðgarðsins og Vemork safnið.
Sendiráð Íslands í París var viðstatt við upplýsingafund franskra stjórnvalda um Ólympíuleikana í París en þeir hefjast 26. júlí. Mikil spenna er í París yfir leikunum.
Sendiráðið tók einnig þátt í gleðigöngu Parísar um helgina.
🇮🇸 Iceland participated in the #MarcheDesFiertes2024 today!🌈 Iceland continues to work towards creating a society that is inclusive of all people, regardless of their gender identity or sexual orientation🏳️🌈 pic.twitter.com/NFPE0oWgut
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) June 29, 2024
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Japan, hélt kynningarviðburð í sendiráði Íslands í Tókýó þar sem framúrskarandi íslenski laxinn var sýndur.
Þá sótti sendiherra einnig vináttuleik Færeyja og Japan í handbolta í Tókýó þar sem Færeyjar hlutu sigur.
Þátttakendur Norðurlandanna í heimssýningunni í Osaka 2025 (Expo2025) hittust á fundi alþjóðlegra þátttakenda í Nara í Japan. Norðurlöndin munu sýna samnorrænan skála á heimssýningunni.Congratulations to the Faero Islands on their remarkable 30-29 victory against Japan🇯🇵 in the friendship handball game here in Tokyo! Your achievement is a testament to the spirit and talent of small nations. Well done! 🇮🇸🤝🇫🇴 #FriendshipGame #FaeroIslands @Tinganes #handball pic.twitter.com/t03wXWqJUR
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) July 1, 2024
Team Nordic Pavilion @expo2025japan is together at the International Participants Meeting #IPM2024 in beautiful Nara 🇯🇵
— Ragnar Thorvardarson (@RagnarThorv) June 26, 2024
Our unique project at #EXPO2025, where 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 join forces in one pavilion & exhibition, is a showcase of the trust & collaboration in the Nordic region. pic.twitter.com/0mCCq1HLyF
Sendiáð Íslands í Varsjá kvaddi Hannes Heimisson sem lýkur nú störfum sínum sem sendiherra í Póllandi og heldur svo til Færeyja þar sem hann mun gegna hlutverki ræðismanns Íslands.
Við ljúkum að þessu sinni föstudagspóstinum í Washington D.C.
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með þjóðhátíðardaginn 4. júlí, en hún sótti skrúðgöngu á afar heitum en fallegum þjóðhátíðárdegi í Washington.
Happy happy #4thofJuly to you all from my neighborhood parade in Palisades on this hot and beautiful day #DC 🇺🇸🎉 pic.twitter.com/GY93SinYlr
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) July 4, 2024
Wishing all of our American friends a very happy Independence Day. Iceland is proud to be an ally & partner of #USA and we value the longstanding friendship. #4thofJuly 🎆🎇🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/O1AreTr1Iu
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) July 4, 2024
Fleira var það ekki að sinni.
Við óskum ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild