Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2020 Utanríkisráðuneytið

Íslendingar erlendis geta skráð sig vegna COVID-19

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur opnað sérstakan gagnagrunn fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá utanríkisráðuneytinu og upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur.

Íslensk stjórnvöld hafa uppi umtalsverðan viðbúnað vegna COVID-19 veirunnar og hefur utanríkisráðuneytið tekið virkan þátt í þeirri vinnu. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú opnað sérstakan gagnagrunn fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá utanríkisráðuneytinu og upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur. Hægt er skrá sig í gagnagrunninn af forsíðu Stjórnarráðsvefsins eða slóðinni utn.is/covid19

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar í öryggisskyni og til að utanríkisráðuneytið eða íslenskt sendiráð geti náð sambandi við viðkomandi ef þörf krefur. Gagnagrunnurinn telst eign utanríkisráðuneytisins og verða upplýsingar úr grunninum ekki veittar til þriðja aðila nema öryggi þeirra sem skráðir eru í gagnagrunninn krefjist þess.

Utanríkisráðuneytinu hafa í dag borist fyrirspurnir frá Íslendingum erlendis, meðal annars á Tenerife. Þeim er ráðlagt að kynna sér ráðleggingar sóttvarnalæknis, fylgjast vel með tilmælum stjórnvaldaá dvalarstað sínum og skrá sig hjá borgaraþjónustunni kjósi þeir svo.

Fólki sem finnur fyrir einhvers konar sjúkdómseinkennum við komuna aftur heim til Íslands er bent á að hringja í síma Læknavaktarinnar, 1700. Vaktsími borgaraþjónustunnar 545 0 112  er opinn allan sólarhringinn fyrir neyðartilvik.

Utanríkisráðuneytið gefur almennt ekki út ferðaviðvaranirmeðal annars vegna takmarkaðra möguleika utanríkisþjónustunnar til að leggja sjálfstætt mat á hættuástand á hverjum stað. Í staðinn bendir ráðuneytið á ferðaviðvaranir utanríkisráðuneyta grannríkjanna, sérstaklega Norðurlandanna og Bretlands. 

Sóttvarnalæknir ræður ferðamönnum frá ónauðsynlegum ferðum til Kína og ítölsku héraðanna Lombardia, Veneto, Emilia-Romagna og Piedmont. Nánari upplýsingar um COVID-19 og ferðaráð má finna á vef landlæknis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta