Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2010 Innviðaráðuneytið

Flugfarþegar eiga rétt á breytingum á farmiðum og endurgreiðslu kostnaðar

Flugfarþegar sem verða fyrir töfum og truflunum þegar flugferðum er aflýst eða seinkað vegna eldgoss eiga rétt á að fá greiddan aukakostnað sem af töfum hlýst, til dæmis vegna máltíða eða gistinga. Um réttindi flugfarþega er fjallað í reglugerð nr. 261/2004.

Reglugerðin fjallar um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð vegna farþega sem neitað er um far, þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Greint er á milli skaðabóta annars vegar og aðstoðar hins vegar og segir í 5. grein reglugerðarinnar að flugrekanda beri ekki skylda til að greiða skaðabætur ef hann getur fært sönnur á að flugi hafi verið aflýst af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra.

Ber að greiða kostnað

Flugrekendum ber hins vegar að greiða kostnað sem farþegar verða fyrir vegna tafa og óvæntrar gistingar þegar þeir geta ekki lokið ferð. Á þetta því til dæmis við um farþega sem staddir eru hérlendis og komast ekki á fyrirhuguðum ferðadegi tilbaka og þá sem staddir eru erlendis og komast ekki heim á réttum degi.

Í þessum tilvikum skal bjóða farþegum eftirfarandi endurgjaldslaust:

Máltíðir og hressing í samræmi við töfina, hótelgisting ef farþegi neyðist til að bíða eina eða fleiri nætur eftir fari og flutning milli flugvalla og gististaðar. Einnig skal bjóða farþegum að hringja eða senda skilaboð.

Ef farþegar fá ekki framangreinda þjónustu frá flugrekenda eða flytjanda og þurfa að greiða fyrir hana sjálfir þá skulu þeir taka kvittanir fyrir útlögðum kostnaði og krefja flugrekanda eða flytjanda um endurgreiðslu á þeim kostnaði
Óviðráðanlegar aðstæður fella því ekki niður rétt á þjónustu samkvæmt því sem að framan er talið og segir í 9. grein reglugerðarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta