Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð vegna forsetakosninga

Íslenski fáninn blaktir við hún - mynd

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga þann 1. júní 2024 fer fram 2. maí til 31. maí. Í Svíþjóð fer utankjörfundaratkvæðageiðsla fram í sendiráði Íslands í Stokkhólmi og hjá kjörræðismönnum Íslands í Gautaborg, Malmö/Höllviken og Karlstad/Hammarö.

Sendiráðið vekur sérstaka athygli á eftirfarandi:

  • Kjósendur bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Samkvæmt upplýsingum frá Postnord tekur sending bréfs til Íslands að lágmarki 3 virka daga og telst sendingardagur þá ekki með. Sendiráðið hvetur kjósendur til að gera ráð fyrir hugsanlegum töfum á póstsendingum og senda atkvæði sín tímanlega.
  • Kjósendur verða beðnir að gera grein fyrir sér, t.d. með framvísun íslensks skilríkis með kennitölu eða með öðrum hætti sem kjörstjóri metur fullnægjandi.
  • Kjósendur geta kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá með því að fletta upp kennitölu sinni á  heimasíðu Þjóðskrár.

Fyrirkomulag verður með eftirfarandi hætti:

Stokkhólmur

Tekið verður á móti kjósendum í sendiráðinu í Stokkhólmi alla virka daga frá klukkan 9:30 til 15:30. Ekki þarf að bóka tíma eða boða komu. Athugið að sendiráðið er lokað mánudaginn 20. maí (á annan í hvítasunnu).

Einnig verður tekið á móti kjósendum á eftirfarandi tímum:

  • Laugardaginn 18. maí - frá klukkan 12:00 – 15:00.
  • Þriðjudaginn 21. maí – til kukkan 18:00.
  • Miðvikudaginn 22. maí - til kukkan 18:00.

Sendiráðið er staðsett að Kommendörsgatan 35, 114 58 Stokkhólmi, sími +46 8 442 8300.

Gautaborg

Kjörræðismaður Íslands í Gautaborg tekur á móti kjósendum í safnaðarheimilinu við Västra Frölunda kirkju á Frölunda Kyrkogata 2, Gautaborg á eftirfarandi tímum:

  • Mánudaginn 13. maí frá klukkan 16:00-18:00.
  • Fimmtudaginn 16. maí frá klukkan 17:00 til 19:00.
  • Laugardaginn 18. maí frá klukkan 11:00 – 14:00.

Hægt er að hafa samband við Christinu Nilroth, aðalræðismann Íslands í Gautaborg, í síma +46 70 570 40 58 eða með tölvupósti; [email protected].

Malmö/Höllviken

Kjörræðismaður Íslands í Malmö/Höllviken tekur á móti kjósendum á kjörræðisskrifstofunni í Halörhuset, Brädgårdsvägen 28, Höllviken á eftirfarandi tímum:

  • Mánudaginn 13. maí frá kl. 14:00 – 17:00.
  • Fimmtudaginn 16. maí frá klukkan 14:00 – 17:00.
  • Föstudaginn 17. maí frá klukkan 14:00 – 17:00.

Einnig er hægt að óska eftir því að kjósa á öðrum tímum og skal þá haft samband við Ingibjörgu Benediktsdóttur, ræðismann, í síma +46 70 545 1127 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

Karlstad/Hammarö

Tekið verður á móti kjósendum eftir samkomulagi á Bärstavägen 22, Hammarö. Hafa skal samband við kjörræðismann til að bóka tíma:

Madeleine Ströje Wilkens, ræðismaður Íslands í Karlstad/Hammarö

Sími: +46 73 59 000 44

Tölvupóstur: [email protected]

Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu má nálgast hér en einnig má hafa samband við sendiráðið ef spurningar vakna í síma +46 8 442 8300 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta