Fjórir umsækjendur um setningu í embætti dómara við Landsrétt
Þann 21. júlí 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til setningar embætti dómara við Landsrétt, til og með 28. febrúar 2029, vegna leyfis skipaðs landsréttardómara. Umsóknarfrestur rann út þann 8. ágúst síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:
- Arnaldur Hjartarson héraðsdómari,
- Eiríkur Elís Þorláksson forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík,
- Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari,
- Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari.
Sett verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum.