Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2018 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðaknattspyrnusambandið skorar mörk í þágu loftslagsins

 Lionel Messi/UNWTO - mynd

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur ásamt Sameinuðu þjóðunum hleypt af stokkunum herferð til að hvetja knattspyrnuáhangendur til að kolefnisjafna þátttöku sína í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu greinir frá.

Í fréttinni segir að FIFA og knattspyrnuáhangendur muni á þennan hátt leggja sín lóð á vogarskálarnar til að markmiðum Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar verði náð. 
Það miðar að því að hitastig á jörðinni hækki ekki umfram tvær gráður og haldist sem næst einni og hálfri gráðu, miðað við hitastigið fyrir iðnbyltingu.

Í herferðinni felst að mæla, minnka losun og jafna út óhjákvæmilega losun, aðallega vegna ferða á HM í Rússlandi og ferða innan Rússlands.

Lionel Messi er einn þeirra knattspyrnumanna sem vinna að málefnum SÞ. Hann gerðist góðgerðasendiherra í þágu ábyrgrar ferðamennsku á vegum Alþjóða ferðamálastofnunarinnar fyrr í þessum mánuði.

„Ég vil lýsa ánægju minni með að FIFA hafi tekið frumkvæði að því að draga úr loftslagsáhrifum Heimsmeistarakeppninnar 2018 og hvetji knattspyrnuáhangendur til aðgerða í loftslagsmálum,“ segir Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Með því að draga eins mikið úr losun og hægt og er og bæta fyrir þá losun sem óhjákvæmileg er, eru skorðu mörg mörk í þágu loftslagsins og sameiginlegrar framtíðar okkar.“

FIFA varð fyrsta alþjóðlega íþróttahreyfingin til að ganga í Kolefnishlutleysisbandalag Sameinuðu þjóðanna (Climate Neutral Now ) árið 2016, en markmið þess er að ná jöfnuði í losun gróðurhúsalofttegunda um miðja þessa öld.

„Loftslag jarðar er að breytast vegna athafna mannsins. Við verðum að minnka losunina í andrúmsloftinu,“ segir Fatma Samoura, framkvæmdastjóri FIFA. „FIFA tekur umhverfisábyrgð sína alvarlega. Í samræmi við tveggja liða áætlun okkar munu FIFA og skipuleggjendur keppninnar jafna allar aðgerðir sínar með mótvægisaðgerðum sínum í þágu loftslagsins og ætlum að fá áhangendurna til að gera slíkt hið sama.”

Tveir miðar á úrslitaleikinn í boði

Rússlandsfarar geta tekið þátt í herferðinni sér að kostnaðarlausu og þar að auki geta þeir unnið tvo miða á úrslitaleikinn. Allir þeir sem eiga miða á leiki í Rússlandi geta skráð sig á heimasíðunna FIFA.com og tekið þátt í herferðinni óháð því hvar þeir búa. FIFA mun sjá um kolefnisjöfnun 2, 9 tonna koltvísýrings-ígilda sem er meðal losun sem rekja má til hverrar ferðar erlendra gesta til og innan Rússlands. Um leið og miðahafar skrá sig verða þeir með í happdrætti um tvo miða á úrslitaleikinn á Luzhnikivellinum í Moskvu.

Listi yfir kolefnisjöfnunarverkefni verður birtur í júní og nær hann til vottaðra lág-kolefnisverkefni í Rússlandi og annars staðar. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta