Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mánaðaryfirlit ríkissjóðs janúar - maí 2017

Mánaðaryfirlit ríkissjóðs janúar - maí 2017 liggur nú fyrir. Rekstraryfirlit fyrir A-hluta ríkissjóðs í heild sýnir jákvæðan tekjujöfnuð að upphæð 22,2 ma.kr. samanborið við 4,1 ma.kr. sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

Innheimtar tekjur án fjármunatekna námu samtals 309,5 ma.kr. á meðan áætlanir gerðu ráð fyrir 303,4 ma.kr. og voru því 6,1 ma.kr. hærri. Þar af voru skatttekjur og tryggingagjöld 3,8 ma.kr. yfir áætlun tímabilsins.

Fjármunatekjur námu 28,1 ma.kr. og eru arðgreiðslur af eign ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka langstærstur hluti þeirrar fjárhæðar. Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármunatekjum námu nettó 10,5 ma.kr. sem skýrist  að stærstum hluta með gjaldfærðum afföllum vegna uppgreiðslu á erlendu láni.
Útgjöld að frádregnum rekstrartekjum námu 291,2 ma.kr. og voru 6,3 ma.kr. hærri en áætlað var innan tímabilsins. Megin frávik er vegna málefnasviðs 11 Samgöngu- og fjarskiptamál sem er 3 ma.kr. innan áætlana og málefnasviðs 33 Vextir, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar sem er 11,5 ma.kr. yfir áætlun vegna uppgreiðslu á erlendu láni. 

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 17,2 ma.kr., afborganir lána námu 181,9 ma.kr.og lækkar handbært fé um 121,5 ma.kr.

Mánaðaryfirlitið er birt á vef Fjársýslu ríkisins: http://www.fjs.is/utgefid-efni/manadaryfirlit-rikissjods/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta