Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 5. október 2018

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundinn sátu: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 15:00 5. október 2018
1. Kynning formanns kerfisáhættunefndar á helstu þáttum greinargerðar hennar
a. Áhætta í fjármálakerfinu nú stafar einkum af háu fasteignaverði, örum vexti ferðaþjónustu undanfarin ár og samspili þessara og fleiri þátta. Útlit er fyrir að viðsnúningur sé að eiga sér stað í þjóðarbúskapnum og blikur á lofti í ferðaþjónustu en útlán bankakerfisins til ferðaþjónustu eru enn að aukast. Helstu erlendu áhættuþættir eru óróleiki á erlendum mörkuðum og hækkun á áhættuálagi. Viðnámsþróttur bankanna og þjóðarbúsins er þó mikill um þessar mundir.
2. Staða flugfélaganna og fjármálastöðugleiki
a. Farið var yfir samantekt um og greiningu á stöðu flugfélaganna sem lögð var fyrir fund kerfisáhættunefndar 24. september sl. Greiningar sem fyrir fundinn voru lagðar sýna að möguleg áföll í flugrekstri myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.
3. Ársfjórðungsleg ákvörðun um sveiflujöfnunarauka
a. Samþykkt tilmæli til Fjármálaeftirlitsins um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í 1,75%.
4. Stefna fjármálastöðugleikaráðs um beitingu sveiflujöfnunarauka.
a. Samþykkt stefna fjármálastöðugleikaráðs um beitingu sveiflujöfnunarauka.
5. Önnur mál
a. Fréttatilkynning samþykkt.

Fundi slitið 16:20.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta