Hoppa yfir valmynd
27. október 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini

Innanríkisráðuneytið hefur til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 9. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Með breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011, verður heimilt að kenna og prófa á sjálfskiptar bifreiðar í C1- og D1- flokki, sem eru minni gerðir vöru- og hópbíla. Þessi heimild er nú þegar í ökutækjaflokkum fyrir stærri vöru- og hópbifreiðar.

Einnig er breyting á kennslu til eftirvagnaréttinda í flokki stórra eftirvagna við fólksbifreið (BE-flokki), stórra eftirvagna við litla vörubifreið (C1E-flokki) og stórra eftirvagna við litla hópbifreið (D1E-flokki), þannig að krafa um fjögurra tíma bóklegt námskeið er felld niður. Nemandi fær þannig frelsi til að velja með hvaða hætti hann aflar sér nauðsynlegrar þekkingar á reglum um akstur með eftirvagna en eftir sem áður verður þekking og færni nemanda könnuð í verklegu prófi sem felur í sér bæði munnlegt próf og próf í aksturshæfni.

Einnig er breyting á réttindum til verklegrar kennslu í BE-flokki þannig að þau verða ekki einskorðuð við ökukennara sem hafa réttindi til kennslu aukinna ökuréttinda heldur við ökukennara almennt sem sjálfir hafa réttindi til að aka með stórar kerrur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta