Samráð um reglur um flutninga á vegum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í september 2016 opið samráð um að bæta félagslegar reglur í flutningum á landi eða the social legislation in road transport. Samráðið stendur til 11. desember 2016.
Svokallaðar félagslegar reglur um flutninga á vegum og hvernig þeim skuli fylgt eftir eru settar fram í þremur tengdum gerðum Evrópusambandsins. Þær eru:
- Aksturstími (the driving time) Regulation (EC) 561/2006
- Vinnutími (the working time) Directive 2002/15/EC
- Fullnustugerðin (the enforcement) Directive 2006/22/EC
Markmiðin með reglunum eru að vernda starfsfólk í samgöngum gegn skaðlegum áhrifum á heilsu þeirra og öryggi sem gætu hlotist af slæmum vinnuaðstæðum, að auka öryggi á vegum og að tryggja sanngjarna samkeppni milli þeirra sem starfrækja fyrirtæki í samgöngum.
Framkvæmdastjórnin lét kanna hvort markmiðin hefðu náðst með þessum reglum auk þess sem litið var til þess að breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fyrirtækja í samgöngum. Niðurstaðan varð sú að markmiðin náist ekki að fullu.
Með samráðinu á að veita þeim sem hagsmuna eiga að gæta tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri á því hvernig ástandið er í dag og hvernig mætti bæta það. Þá er ætlunin að fá upplýsingar um tiltekin atriði eins og vinnuaðstæður, rekstrarumhverfi, leiðir til að framfylgja reglum og fleira.
Spurningalistarnir eru tveir:
Annars vegar er spurningalisti ætlaður ökumönnum, öðrum starfsmönnum í samgöngum þeim sem starfrækja fyrirtæki í samgöngum, almenningi og fleirum. Hann má finna hér: General questionnaire
Hins vegar er sérhæfðari spurningalisti sem ætlaður er stjórnvöldum, samtökum starfsmanna og samtökum atvinnurekenda. Hann má finna hér: Specialised questionnaire