Stuðningur og ráðgjöf vegna eineltismála
Frumvarpsdrög, sem ætlað er að styrkja lagastoð og heimildir ráðsins, eru nú til kynningar í Samráðsgátt. Þar er meðal annars fjallað um skipan ráðsins, skýrari heimildir fyrir ráðið til þess að vinna með persónuupplýsingar og heimild þess til að takmarka aðgang aðila að gögnum ef talið er að slíkt geti skaðað hagsmuni barns, til samræmis við ákvæði barnaverndarlaga.
„Það er brýnt að styrkja umgjörð um vinnslu eineltismála í skólakerfinu og skerpa á hlutverki fagráðs eineltismála. Þetta frumvarp er liður í því,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér málið og skila inn umsögnum við frumvarpsdrögin fyrir 9. mars nk.