Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2024 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 78/2023 Endurupptökubeiðni Úrskurður 24. janúar 2024

Endurupptökuúrskurður

Mál nr. 78/2023 B               Eiginnafn:     Annamaría                                            

Með bréfi dagsettu 20. nóvember 2023 fór XX fram á endurupptöku á máli nr. 78/2023. Með tilliti til athugasemda sem fram koma í beiðninni fellst nefndin á að endurupptaka málið og kveður hér með upp eftirfarandi úrskurð í því.

Í úrskurði sem kveðinn var upp í málinu 25. ágúst 2023 var beiðni XX um eiginnafnið Annamaría hafnað á þeim grunni m.a. að ritháttur nafnsins samrýmdist ekki almennum ritreglum og bryti gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum. Í úrskurðinum er vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, sbr. nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni.

Í endurupptökubeiðni er bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd.

Með vísan til þessara upplýsinga frá umsækjanda, álits umboðsmanns Alþingis frá 2. maí 2005 í máli nr. 4254/2004, sem og reglna um meðalhóf og jafnræði, fellst nefndin á að unnt sé að samþykkja nafnið Annamaría, sem tekur sem slíkt íslenskri beygingu í eignarfalli, Annamaríu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um nafnið Annamaría (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta