Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2022

Staða staðarráðins ritara við fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu laus til umsóknar

Höfuðstöðvar NATO í Brussel. - myndNATO

Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu hefur fyrirsvar og sinnir hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd á vettvangi bandalagsins. Við fastanefndina starfa tíu manns og er skrifstofa hennar staðsett í höfuðstöðvum bandalagsins í Evere í Brussel. Auk þess fer starfsemi fram á skrifstofu fulltrúa Íslands hjá yfirherstjórninni í Mons og þarf hlutaðeigandi að sinna verkefnum þar í einstaka tilfellum.

Staða staðarráðins ritara við fastanefndina er nú laus til umsóknar.

Helstu verkefni

  • Móttaka, símsvörun og tölvupóstsamskipti
  • Skjalavarsla
  • Aðstoð við umsýslu vegna rekstrar
  • Undirbúningur heimsókna
  • Aðstoð við starfsfólk fastanefndar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Haldgóð menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Færni í frönsku æskileg

Við bjóðum

  • Vinnustað sem sinnir krefjandi hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands
  • Alþjóðlegt starfsumhverfi
  • Góða vinnuaðstöðu í nýjum höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins
  • Starfskjör samkvæmt belgískum reglum

Leitað er að einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund og jákvætt viðmót, tekur frumkvæði og er lipur í mannlegum samskiptum, vinnur vel undir álagi og gengur skipulega til verks. Hlutaðeigandi þarf að standast öryggisvottun íslenskra stjórnvalda áður en til ráðningar kemur.

Frekari upplýsingar veitir Atli Már Sigurðsson í síma +32 (0)2 707 5089.

Umsóknir á íslensku ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið [email protected] fyrir 7. febrúar 2022.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta