Hoppa yfir valmynd
1. júní 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 1. júní 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi ísl. sveitarfélaga, Guðrún Ögmundsdóttir frá menntamálaráðuneyti f.h. Héðinn Unnsteinsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti, Þórhildur Þorleifsdóttir án tilnefningar, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Valgerður Halldórsdóttir tiln. af BHM, Garðar Hilmarsson tiln. af BSRB, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossinum, Stella K. Víðisdóttir tiln. af Reykjavíkurborg, Sigurrós Kristinsdóttir tiln. af ASÍ og Þorbjörn Guðmundsson

1. Fundargerðir

Fundargerðir 29. og 30. fundar stýrihóps staðfestar án athugasemda.

2. Umræða um samhæfingu þriðja geirans Inngangserindi:

Kristján Sturluson gerði grein fyrir tillögu vinnuhóps um samræmingu og markvissar aðgerðir frjálsra félagasamtaka og opinberra aðila við að efla verkefni og sjálboðaliðastarf í þágu samfélagsins. Hópurinn lagði m.a til að sett verði á stofn miðstöð sem gegni því hlutverki að safna saman og veita upplýsingar um sjálfboðaliðastarf í samfélaginu. Miðstöðin myndi hafa tengilið hjá sveitarfélögum sem einstaklingar sem áhuga hafa á að gerast sjálfboðaliðar gætu leitað til og fengið að vita hvað sé í boði í nærsamfélaginu. Kristján fór yfir kosti slíks samstarfs og taldi að það myndi leiða til þess að fleiri í þriðja geiranum kæmu til samstarfs. Hann lagði áherslu á að þrátt fyrir aukið samstarf þriðja geirans mætti ekki ganga á sjálfstæði hans.

Steinunn Hrafnsdóttir dósent í félagsráðgjöf við HÍ ræddi um reynslu þriðja geirans á erlendri grund og horfði í því sambandi helst til Danmerkur. Hún sagði að víða væri löggjöf um starfsemi þriðja geirans og reknar væru skrifstofur sem samhæfðu starfsemina. Hún sagði mikilvægt að auka samstarf sjálfboðliðasamtaka en forsendan fyrir því væri að stóru samtökin væru virk í slíku samstarfi. Hún sagði forsendu fyrir slíku samstarfi væri að til staðar væri starfsmaður, hæf stjórn og virk miðlun upplýsinga og stuðningur sveitarfélaga. Hún taldi mikilvægt að skoða reynslu sjálfboðaliðasamtaka erlendis.

Jónas Guðmundsson, frá Almannaheillum – samtök þriðja geirans sagði mikilvægt að virkja betur samstarf opinbera geirans og þriðja geirans. Hann sagði þriðja geirann vel til þess fallinn að prófa nýjar leiðir sem opinberri geirinn ætti erfitt með en gæti komið í kjölfarið. Hann gerði gein fyrir markmiðum Almannaheilla-samtaka þriðja geirans og sagði að þau legðu áherslu á að löggjöf um félagasamtök verði endurskoðuð, skattareglum verði breytt, bæta ímynd þriðja geirans og setja aðildafélögum siðareglur. Samtökin hafa sett sér siðareglur

Í umræðu sem fram fór að lokum framsöguerindum kom eftirfarandi fram.

  • Hvort ekki væri hægt að tengja nýja miðstöð við starfandi samtök.
  • Áhersla á að vera kóngur í eigin ríki kæmi í veg fyrir aukið samstarf.
  • Að nauðsynlegt sé að skoða málið betur og kortleggja en tryggja samhliða að sjálfboðaliðastarf fari ekki yfir á ríkið.
  • Tengja betur saman starfið til að miðla þekkingu og reynslu.
  • Spurning að tengja við vinnu barnahópsins.
  • Mikilvægt að hugsanleg miðstöð væri ótengd en hún gæti verið hjá Almannaheilla samtökunum.
  • Í haust verður stofnsett fræðasetur hjá HÍ um sjálfboðaliðastarf.
  • Velferðavaktin á að styðja við málefni þriðja geirans, aukið samstarf og stofnun miðstöðvar.
  • Ræða málið áfram og horfa til þess mikla sjálfboðaliðastarfs sem er í dag og spyrja sig hvort ástæða sé til að grípa inn í.
  • Horfa á eðli og umfang miðstöðvar sem torg upplýsinga og miðlun verkefna. 

3. Önnur mál.

  • Valgerður Halldórsdóttir lagði til að stýrihópurinn ætti fund með ráðherra um boðaðan niðurskurð.
  • Héðinn Unnsteinsson gerði grein fyrir drögum að heilbrigðisáætlun fyrir tímabilið fram til 2020. Ákveðið að taka áætlunina aftur til umfjöllunar í haust
  • Ákveðið að næsti fundur verði haldinn fyrir miðjan júní með félagsmálaráðherra og umræðuefnið verði staða lífeyrisþega.

Fundargerð ritaði Þorbjörn Guðmundsson í fjarveru Ingibjargar Broddadóttur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta