Hoppa yfir valmynd
3. október 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fræðslufundir í framhaldsskólum um málefni fatlaðra

Félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra hafa ákveðið að styrkja Freyju Haraldsdóttur til að heimsækja framhaldsskóla og fræða nemendur og starfsfólk um málefni fatlaðs fólks.

Fyrirlestrana nefnir Freyja: Það eru forréttindi að lifa með fötlun.

Freyja, sem er mikið líkamlega fötluð ung stúlka, útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í desember 2005 eftir þriggja og hálfs árs nám og var hún dux scholae.

Markmið Freyju með fyrirlestrunum eru m.a. að: opna augu nemenda fyrir heimi fatlaðs fólks skapa grundvöll umræðu við starfsfólk um skóla fyrir alla benda á að með réttri þjónustu og viðhorfum sé ekkert böl að lifa með fötlun.

Öllum framhaldsskólum verður boðið að fá Freyju í heimsókn í vetur. Freyja mun bjóða upp á sérstaka fyrirlestra fyrir starfsfólk og aðra fyrir nemendur. Fyrirkomulag verður ákveðið í samráði við hvern skóla.

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir að vera við formlega opnun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, fimmtudaginn 5. október kl. 12 á hádegi. Þar flytja ávörp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Freyja segir frá markmiðum sínum með fyrirlestraferðinni.

Ráðherra opnar síðan vef verkefnisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta