Áætluð framlög 2008
Úthlutun framlaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2008
Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 6. nóvember 2007 að áætlun um úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2008 að fjárhæð 2.572,2 m.kr. skv. 5. gr. reglugerðar nr. 80/2001. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir framlag fyrirfram sem nemur 60% af áætluðu framlagi ársins eða 1.543,5 m.kr. og er greiðslan innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní. Þegar útreikningur framlaga liggur fyrir greiðir sjóðurinn sveitarfélögum endanlegt framlag ársins að frádreginni fyrirframgreiðslu.
Áætlun um framlög til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2008 (PDF, 14KB)
Úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu á árinu 2008
Félagsmálaráðherra hefur jafnframt samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar frá 6. nóvember 2007 að áætlun um úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu í grunnskólum á árinu 2008 að fjárhæð 101,1 m.kr. skv. 5. gr. reglugerðar nr. 351/2002. Framlögin eru greidd mánaðarlega með tólf jöfnum greiðslum.
Áætlun um framlög vegna nýbúafræðslu á árinu 2008 (PDF, 10KB)