Föstudagspóstur 6. október 2023
Heil og sæl,
Svo margt á sér stað í hverri viku í utanríkisþjónustunni að við eigum aldrei í vandræðum með að fylla þetta vikulega yfirlit. Einstaka sinnum gerist það meira að segja að spennandi viðburðir sem gaman hefði verið að segja frá í föstudagspóstinum detta milli þilja. Fyrir áhugasöm bendum við á að elta sendiráðin á samfélagsmiðlum en flest halda þau úti sinni eigin síðu á Facebook, mörg á X (áður Twitter) og einhver má finna á LinkedIn. Svo viljum við auðvitað að sem flest fylgi utanríkisráðuneytinu á Instagram - @utanrikisthjon
Við byrjum þennan föstudagspóst á að minna á tvær ráðstefnur sem við höfum áður minnst á og sem nú styttist allverulega í. Önnur er hin árlega alþjóðlega friðarráðstefna sem vanalega á sér stað í Höfða en verður haldin í Hörpu þetta árið, 10. - 11. október. Engin önnur en Amina Mohammed, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður meðal gesta ráðstefnunnar sem þetta árið ber yfirskriftina "Nordic Solidarity for Peace".
Hin er alþjóðlega ráðstefna um nýjustu niðurstöður rannsókna á sviði plastmengunar í hafi á Norðurslóðum. Þar munu koma saman fræðimenn, stefnumótandi aðilar og fulltrúar fyrirtækja til að ræða um lausnir á þessari alvarlegu áskorun sem snertir að sjálfsögðu heimsbyggðina alla. Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 15. nóvember næstkomandi og fer fram hér.
Utanríkisráðuneytið vekur athygli á Alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á Norðurslóðum.
— Utanríkisráðuneytið 🇮🇸 (@utanrikisthjon) October 5, 2023
Ráðstefnan verður haldin 22. – 23. nóvember 2023 í Hörpu og er skráningarfrestur til 15. nóvember.
Kynnið ykkur dagskrána hér: https://t.co/fABcajlwX3 pic.twitter.com/1C2ShFdt9H
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var á faraldsfæti í vikunni. Það voru eins og oft áður þessi misserin öryggismál sem voru efst á baugi en að þessu sinni ferðaðist ráðherra til Varsjár til að taka þátt í ráðstefnu um öryggismál. Heimsóknin var vel skipulögð með dyggum stuðningi okkar heimafólks í sendiráði Íslands í Póllandi og átti ráðherra meðal annars nokkra tvíhliða fundi. Þá tók hún þátt í morgunverðarfundi kvenna í öryggismálum og átti góða innkomu í pallborði með ráðherrum frá Bretlandi, Hollandi og Litáen þar sem hún lagði meðal annars áherslu að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu væri árás á okkar sameiginlegu gildi og alþjóðalög.
My comments on why Russia’s war in Ukraine is not only about inernationally recognized borders but fundamental values and the future of the kind of world we want to live in. pic.twitter.com/LWDekxsFnr
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 4, 2023
Lítum nú á lífið á sendiskrifstofum okkar í vikunni.
Í Póllandi tók okkar fólk í sendiráði Íslands í Varsjá sem fyrr segir á móti Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra. Meðal áður upptaldra viðburða sat ráðherra ásamt Hannesi Heimissyni sendiherra fund þar sem pólsk-íslensk menningar- og viðskiptatengsl voru til umræðu.
Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa tók á dögunum á móti sendinefnd frá íslenska fyrirtækinu Sæplast sem sótti ráðstefnuna Responsible Seafood Summit í St. John, Nýju Brúnsvík, sem Global Seafood Alliance skipulagði.
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, heimsótti hafnarborgina Ostend í Belgíu á dögunum þaðan sem flæmsk skip sóttu á Íslandsmið langt fram eftir 20. öld. Síðasta skipið sem veiddi á Íslandsmiðum, Amandine, liggur nú við bryggju í Ostend og fékk Kristján Andri að gjöf frá borgarstjóranum í Ostend, Bart Tommelein, málaða mynd af skipinu.
Í Finnlandi sótti Harald Aspelund sendiherra Security Forum 2023 og tók þar þátt ásamt Piu Hansson, forstöðumanni Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og Jónu Sólveigu Elínardóttur, pólitísks ráðgjafa yfirmanns herstjórnar NATO í Norfolk.
Sendiherrahjónin Harald og Ásthildur sóttu svo móttöku í sendiráði Eistlands í vikunni í tilefni af útgáfu ritgerðarsafnsins Same river twice – Putin’s war against women eftir rithöfundinn og leikskáldið Sofi Oksanen.
Þá fylgdi Harald utanríkisráðherra í tveggja daga opinbera vinnuheimsókn til Eistlands í síðustu viku.
Hópur lista- og fjölmiðlafólks undir forystu safnstjóra Listasafns Íslands, Ingibjörgu Jóhannesdóttur, heimsótti sendiráð Íslands í Nýju Delí á dögunum.
Í París ávarpaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, þátttakendur viðburðar um stafræna væðingu opinberrar þjónustu. Fransk-íslenska viðskiptaráðið skipulagði viðburðinn sem haldinn var í húsakynnum franska þjóðþingsins í boði þingkonunnar Marie Lebec.
Bryndís Kjartansdóttir, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sótti Bókamessuna í Gautaborg, tók þátt í norrænu málþingi um bókmenntastefnum og bauð til mótttöku.
Þá kynnti Bryndís sér starfsemi fjölskyldufyrirtækisins Grimsis í Bollebygd sem tryggt hefur Svíum aðgengi að íslenskum hágæðafiski í yfir 18 ár.
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra í Tókýó vann til verðlauna í myndasamkeppninni "Japan með augum diplómatans".
Received the Ambassador prize for my photo in the “Japan through Diplomats’ Eyes” competition in Tokyo. Thanks to HIH Princess Takamado & FM Kamikawa for this opportunity & support. Great way to promote cultural understanding & diplomacy through art. #photography #diplomacy pic.twitter.com/6YSlAtorRN
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) October 5, 2023
Kynjajafnrétti er eitt af lykiláherslumálum í utanríkisstefnu Íslands. Í New York lét Jörundur Valtýsson fastafulltrúi og starfsfólk fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum ekki sitt eftir liggja í málsvarastarfinu.
"Fighting for #equality is not a fight for lofty principles. The belief that everyone should enjoy their fundamental freedoms and dignity is as practical as it is principled."
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 4, 2023
- @jvaltysson on #genderequality on behalf of #Iceland in #ThirdCommittee #UNGA78 pic.twitter.com/rQOiBsfprw
#Iceland🇮🇸 was one of 8️⃣0️⃣ behind joint statement on the deplorable situation of Afghan women and girls under Taliban rule.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 4, 2023
Their exclusion from almost all spheres of public life is one of the gravest violation of #humanrights in the World today.#ThirdCommittee #UNGA78 https://t.co/TIXWrHz8dX
"According to @UN_Women gender parity in the highest positions of power will not be reached for another 130 years at this current rate. It means we might reach gender parity at the 208th session of the General Assembly."@jvaltysson on behalf of #Iceland in #ThirdCommittee pic.twitter.com/oy8LU4M1ZK
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 4, 2023
Sendiráð Íslands í Berlín tók þátt í áheitaráðstefnu Græna loftlagssjóðsins, sem haldinn var í Bonn fimmtudaginn 5. október. Sjóðurinn er stærsti loftlagssjóður heimsins og eitt lykilverkfæra alþjóðasamfélagsins til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráður. Ísland var meðal 25 ríkja sem hétu áframhaldandi stuðningi við sjóðinn til ársins 2028 og kemur til með að veita 800.000 Bandaríkjadölum til sjóðsins árlega á næsta fjármögnunartímabili hans.
#ClimateActionNow 💪🌱 https://t.co/4SQHMpYQrd
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 5, 2023
Nýverið tóku sendiherra Íslands í Berlín, María Erla Marelsdóttir og sendiráðunautur, Ágúst Már Ágústsson á móti félagi kjörræðismanna í Þýskalandi í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín í tilefni af ársfundi félagsins. Sendiherra og staðgengill fræddu gesti um stöðu og framtíð orkuiðnaðarins á Íslandi og nýjungar í þeim efnum ásamt því að fjalla um notkun jarðvarma á lághitasvæðum og Carbfix.
Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg tók á móti Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra sem tók þátt í fundi menntamálaráðherra í Evrópu þar í borg.
Ministers of Education in Europe bring a strong message at #coe. Education and active youth participation are vital for prosperity and democracy #CoE_Education23
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) September 29, 2023
We were delighted to welcome Minister @asmundureinar in #Strasbourg https://t.co/xllDBAJ5H2 pic.twitter.com/5RVnvrbV4b
Á föstudaginn í síðustu viku bauð sendiherra gesti einnig velkomna á lokakvöld metalsýningarinnar í Felleshus Der harte Norden, sem var opin gestum og gangandi frá því í byrjun júní og fram í lok september. Áhugafólk um metaltónlist frá öllum hornum Þýskalands hafa undanfarna mánuði lagt leið sína húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín til þess að bera sýninguna augum, en sýningin sló öll með hvað varðar gestafjölda í húsinu. Íslensku hljómsveitirnar Sólstafir og Skálmöld voru hluti af sýningunni og íslenski tónlistarsérfræðingurinn Árni Þorlákur Guðnason tók þátt spjallborði á opnunarkvöldi sýningarinnar svo fátt eitt sé nefnt.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Kampala þökkuðu kennurum sérstaklega fyrir störf þeirra á alþjóðadegi kennara. Íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til stuðnings bæði menntunar og aðstöðu kennara í gegnum þróunarsamvinnuverkefni á svæðinu.
Today is #WorldTeachersDay. Iceland 🇮🇸 is proud to support education in #Uganda, e.g. by providing teachers with both training and facilities. Thank you to all teachers for your service to the children of 🇺🇬. Your incredible contribution is deeply appreciated. pic.twitter.com/gZV95zoQCt
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) October 5, 2023
Að endingu minnum við á Heimsljós, fréttaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar og mannúðarmál.
Og svo kveðjum við bara og óskum ykkur góðrar helgar. Aloha!
Upplýsingadeild.