Auglýst eftir styrkumsóknum í Grænlandssjóð
Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2025.
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 108/2016 og hefur það hlutverk að efla samskipti Grænlands og Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda, sem geta stuðlað að auknum samskiptum landanna.
Á þessu ári verður 4 m.kr. úthlutað úr sjóðnum.
Umsóknum skal beint til stjórnar Grænlandssjóðs og þær sendar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík eða í tölvupósti á [email protected]. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 22. apríl nk.
Athygli er vakin á því að einungis er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Grænlandssjóðs á vef ráðuneytisins.