Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu

Ríkislögreglustjóri og sóttvarnalæknir undirrituðu á dögunum Landáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Þeir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir undirrituðu Landsáætlunina í Björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð. Áætlunin er afrakstur starfs um 30 vinnuhópa sem unnu með verkefnastjórn og stýrihópi, samtals um 100 manns. Þessir aðilar komu alls staðar að úr atvinnulífinu með það að markmiði að tryggja að bráðnauðsynleg starfsemi gæti haldist í landinu yrði heimsfaraldur inflúensu að raunveruleika. Forsaga áætlunarinnar er sú að í október 2005 samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögur um viðbrögð og aðgerðir vegna heimsfaraldurs inflúensu. Ákveðið var að gera viðbragðsáætlun og fylgjast vel með þróun áhættumats og viðbúnaðar í öðrum löndum. Í febrúar 2006 fól ríkisstjórnin síðan ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni að hefjast handa við gerð slíkrar viðbragðsáætlunar. Nú er landsáætlunin tilbúin, en hún var æfð þann 10. desember s.l. og tókst sú æfing með ágætum.

Sjá nánar:



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta