Sérnámsstöður í heimilislækningum
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir átta námsstöður til sérnáms í heimilislækningum lausar til umsóknar. Stöðurnar eru lausar frá 1. ágúst 2008 og eru til þriggja ára.
Gert er ráð fyrir að sérnámslæknir starfi á heilsugæslustöðvum bæði í þéttbýli og dreifbýli og á sjúkrahúsum og taki einnig þátt í fræðilegu námi. Námið byggir á marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum (FÍH 2008) og er skipulagt nánar í samráði við kennslustjóra sérnáms.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Umsóknir með upplýsingum um fyrra nám og störf sendist Sveini Magnússyni, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, Vegmúla 3, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir Alma Eir Svavarsdóttir, aðjúnkt, í síma 585-1800.
- Umsóknareyðublöð um sérnámsstöður í heimilisækningum (doc 580KB - Opnast í nýjum glugga)