Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Læknar á Blönduósi halda áfram störfum

Deila heilbrigðisstofunarinnar á Blönduósi og lækna sem þar starfa en höfðu sagt upp störfum er leyst. Læknarnir höfðu sagt upp störfum sínum frá 1. apríl sl. en féllust á að fresta uppsögn sinni til 1. maí.

Heilbrigðisráðherra og heilbrigðisráðuneytið tóku að sér að freista þess að miðla málum í deilunni. Ráðherra og ráðuneytið hafa verið í sambandi við deiluaðila og embættismenn hafa unnið að lausn deilunnar undanfarnar vikur og nú um helgina tókst svo sátt í málinu.

Þetta þýðir að ekki verða breytingar á læknisþjónustunni sem Húnvetningum hefur staðið til boða.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta