Hoppa yfir valmynd
2. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Deila LSH og hjúkrunarfræðinga leyst

Deila Landspítala og skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga leystist áður en uppsagnir hjúkrunarfræðinganna tóku gildi.

Lausn deilunnar fólst í því að forstjórar Landspítalans gáfu út yfirlýsingu sem fól í sér eftirfarandi:

  • fyrirætlun um vinnufyrirkomulag sem taka átti gildi 1. maí var tekin aftur
  • óbreytt vaktafyrirkomulag gildi til 1. maí 2009
  • virða ber ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þar með talið vinnutímatilskipun ESB
  • vinnuhópur skipaður fulltrúum beggja aðilja og oddamanni sem heilbrigðisráðherra skipar á að skila sameiginlegri tillögu að vaktafyrirkomulagi eigi síðar en í árslok.

Yfirlýsing forstjóranna var svona: “Starfandi forstjórar Landspítala lýsa yfir að það vinnufyrirkomulag sem öðlast átti gildi 1. maí 2008 er ekki til umræðu lengur og núverandi vaktafyrirkomulag gildir til 1. maí 2009, nema um annað verði samið.

Virða ber ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem innleiða m.a. vinnutímatilskipun ESB. Skal í því skyni settur vinnuhópur um útfærslu  á vaktaskipulagi.  Vinnuhópurinn skal  skipaður einum skurðhjúkrunarfræðingi og einum svæfingahjúkrunarfræðingi og tveimur einstaklingum tilnefndum af stjórnendum spítalans auk oddamanns sem heilbrigðisráðherra tilnefnir. Vinnuhópurinn skal skila greinargerð á tveggja mánaða fresti til heilbrigðisráðherra. Stefnt er að því að vinnuhópurinn komist að samhljóða niðurstöðu eigi síðar en um næstu  áramót.”

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta