Hoppa yfir valmynd
9. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Veita á baráttufólki gegn tóbaki viðurkenningu

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er haldinn 31. maí ár hvert og í lok mánaðarins veta Reyksíminn og Lýðheilsustöð einstaklingi eða hópi sem þykir hafa lagt sitt af mörkum í tóbaksvörnum eða tóbaksmeðferð þeirra sem berjast við tóbaksfíkn.

Veitt verður viðurkenning til heilbrigðisstarfsmanns eða hóps heilbrigðisstarfsmanna sem aðstoðað hafa fólk við að hætta að reykja. Einnig verður veitt viðurkenning til einstaklings s.s. stjórnmálamanns, fréttamanns eða hvers þess sem á opinberum vettvangi hefur unnið sérstaklega að tóbaksvörnum á Íslandi.

Með viðurkenningunum er athygli vakin á því að á Íslandi er fjöldi fólks sem vinnur ötullega að tóbaksvörnum og tóbaksmeðferð, og á heiður skilið fyrir störf sín.

Reyksíminn og Lýðheilsustöð óska eftir tilnefningum um einstaklinga eða hópa sem menn telja að eigi skilið viðurkenningu fyrir starf sitt að tóbaksvörnum eða tóbaksmeðferð.

Tekið er við tilnefningum til 10. maí á vef Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod.is/reyklaus2008 og á vef Reyksímans www.reyklaus.is



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta