Milljarður hefur sparast
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, héld í dag fund með blaða- og fréttamönnum þar sem hann gerði grein fyrir árangrinum á sviði lyfjamála og kynnti hvað framundan er á því sviði. - Fjölþættar aðgerðir okkar hafa skilað umtalsverðum árnagri, sagði heilbrigðisráðherra, og bætti við að það sem brýnast væri og það sem mestu skipti á lyfjamarkaði væri að opna markaðinn og gera lyfjamálin gegnsærri. – Þetta er ráðuneytið, lyfjagreiðslunefnd, Lyfjastofnun og stofnanir ráðuneytisins að reyna, sagði Guðlaugu Þór Þórðarson. Með ráðherra á blaðamannafundinum voru Einar Magnússon, lyfjamálastjóri, Rúna Hauksdóttir Hvannberg,
Beinn sparnaður vegna fjölbreyttra aðgerða heilbrigðisyfirvalda í lyfjamálum nemur á tæpu ári rúmlega einum milljarði króna. Um mitt liðið ár leit út fyrir að lyfjakostnaður ársins yrði um 16,2% hærri en hann var árið áður. Margvíslegar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins, lyfjagreiðslunefndar og lyfjafyrirtækja ásamt hagstæðri gengisþróun seinni hluta árs 2007, urðu til þess að hækkunin varð aðeins um fimm af hundraði og útgjöldin jukust um 350 milljónir króna og ekki tæpar 1100 hundruð milljónir eins og leit út fyrir.
Um 400 milljóna króna heildssölulækkun varð vegna útboðs lyfja, eða rúmlega 30% lækkun heilsöluverðs. Um 80 milljónir voru vegna lyfja sem verið var að bjóða út í fyrsta sinni. Í framhaldinu hefur verið ákveðið að öll sjúkrahús landsins sameinist um útboð á lyfjum í framtíðinni. Einnig verður leitað samstarfs öldrunarstofnana um þátttöku í lyfjaútboðum.
Stefnt er að því að bjóða lyfin út í samvinnu við Dani og Norðmenn. Þá hafa Færeyingar lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í lyfjaútboðum með Íslendingum. Öll lyfjaútboð fara fram á EES-svæðinu og eru þau auglýst á vegum ESB.
Um síðastliðin áramót var gengið frá tilboðum í lyfjasúrefni, glaðloft og fleira fyrir sjúkrahús. Niðurstöður þess útboðs voru sparnaður uppá um 33% frá því sem verið hefur, eða um 40 milljónir króna.
Lyfjalisti Tryggingastofnunar og Landlæknisembættisins hefur skilað verulegum árangri til lækkunar lyfjaverðs án þess að það hafi bitnað á þjónustunni. Það sama er að segja um lyfjakostnað á þeim heilbrigðisstofnunum sem best hefur tekist við gerð lyfjalista. Markmiðið með lyfjalistum er að halda lyfjakostnaði í lágmarki og mikilvægt að á hverri heilbrigðisstofnun sé ávallt í gildi lyfjalisti sem samþykktur hefur verið af lyfjanefnd fyrir val og meðferð lyfja á viðkomandi stofnun, eins og gert er ráð fyrir í því frumvarpi ráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi.
Lyfjalisti TR og Landlæknis sem nú er unnið eftir er þegar farinn að skila árangri hvað varðar þunglyndislyf og blóðfitulækkandi. Nú er unnið að svipuðum ráðleggingum í næsta lyfjaflokki sem eru magasárslyf.
Forstjóri Lyfjastofnunar Rannveig Gunnarsdóttir leiðir nú norrænt samstarf um sameiginleg markaðsleyfi tveggja eða fleiri Norðurlanda í þeim tilgangi að opna lyfjamarkaðinn. Að frumkvæði Íslands og virkri þátttöku er á vegum Evrópusambandsins unnið að lausnum á ýmsum sameiginlegum vanda lítilla markaðssvæða Evrópu í lyfjamálum, en þar er einkum átt við hátt lyfjaverð og skort á lyfjum, sérstaklega ódýrum samheitalyfjum.
Lyfjagreiðslunefnd (LGN)hefur einnig leitað eftir samstarfi við sænsku lyfjagreiðslunefndina um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku ríkisins. Þessi samvinna stuðlar að einföldun og meiri skilviki í markaðssetningu á lyfjum sem væntanlega skilar sér í auknu framboði, m.a. á samheitalyfjum. Þessi vinna er í samræmi við tillögur OECD og Ríkisendurskoðunar.
Unnið hefur verið með lyfjainnflytjendum að ná heildsöluverði frumlyfja á Íslandi niður til samræmis við það verð sem gildir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.
Verðkannanir á heildsöluverði og smásöluverði hafa verið birtar reglulega á heimasíðu LGN frá því nóvember á síðasta ári. Þar eru íslensku lyfjaverðin borin saman við þau dönsku, sænsku og norsku.
Viðræður um breytingar á smásöluálagningu í lyfjabúðum er komin langt á veg og þar er grunnhugmyndin að hækka hlutfall fastagjald og lækka prósentu hlutfall í álagningu. Þessi breyting mun endurspegla þann kostnað sem fellst í því að afgreiða lyf ásamt því að gera smásöluálagningu minna háð innkaupsverði sem sveiflast með gengi. Þetta er m.a. gert að tillögu OECD og Ríkisendurskoðunar.
Þróun á gengi íslensku krónunnar er nú mjög óhagstætt fyrir innflutning. Því er nú mikilvægt sem aldrei fyrr að gera allt sem mögulegt er til þess að sporna við hækkun á lyfjaverði. Þá er og nauðsynlegt að neytendur fylgist náið með verðþróuninni og umbuni þeim aðilum sem standa sig vel.