Hoppa yfir valmynd
13. desember 2019

Víkingur Heiðar Ólafsson í Japan

Víkingur Heiðar ásamt sendiherra Íslands í Japan Elínu Flygenring og Dr. Finnboga Jakobssyni - mynd

Tónleikaferðalagi Víkings Heiðars Ólafssonar um Japan lauk í dag með tónleikum í Sapporo-borg í norðurhluta Japans.

Alls spilaði Víkingur Heiðar á fimm tónleikum víðs vegar um Japan en helst ber að nefna tónleika með New Japan Philharmonic Orchestra sem fram fóru fyrir fullum sal í Sumida Triphony Hall fimmtudaginn 11.desember, þar sem Víkingur stjórnaði hljómsveitinni ásamt því að spila.

Víkingur Heiðar nýtur gríðarlegra vinsælda í Japan en tónleikar Víkings voru haldnir í samstarfi við eina stærstu kynningarskrifstofu klassískrar tónlistar í Japan Avex Classics International. Avex hefur boðið Víkingi Heiðari að koma aftur á næsta ári. Árið 2021 mun Víkingur Heiðar spila með útvarpshljómsveit japanska ríkisútvarpsins NHK Symphony Orchestra, en hann lék með þeirri hljómsveit undir stjórn Vladimir Ashkenazy árið 2018.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta