Ríkisstofnanir vel í stakk búnar fyrir fjarvinnu starfsfólks
Nýtt skrifstofuumhverfi ríkisins, Microsoft 365, reynist vel við að tryggja að starfsfólk ríkisins geti á næstunni sinnt störfum sínum að heiman í ljósi Covid-19 faraldursins og hefur í för með sér að flestar stofnanir þurfa engar viðbótarfjárfestingar til þess að starfsmenn geti unnið heiman frá. Þar gegnir kerfið Teams lykilhlutverki, sem heldur utan um vinnu verkefnahópa, samvinnu í skjölum og fjarfundi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í samstarfi við Micorosoft á Íslandi og birgja undirbúið aðgerðir til að aðstoða stofnanir við að koma upp Teams. Á nýrri vefsíðu eru leiðbeiningar fyrir stofnanir um hvernig þær geti best nýtt sér þá kosti sem í boði eru, þar á meðal um aðstoð sem hægt er að fá. Þar er jafnframt að finna ýmis fræðslumyndbönd og öryggisatriði sem hafa ber í huga við fjarvinnu.
- Hjálparsíða fyrir stofnanir um Teams og ýmis fræðslumyndbönd
- Stjórnun upplýsingaöryggis í fjarvinnu vegna COVID-19 - leiðbeiningar
Góð ráð um fjarvinnu og fjarfundi
Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur tekið saman góð ráð fyrir starfsfólk og stjórnendur þegar unnið er að heiman og fjarfundir haldnir, sem er að finna í meðfylgjandi skjölum.