Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2012 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerðarbreytingu um flugáætlanir til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 602/2008 um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir innan samevrópska loftrýmisins. Umsagnafrestur um drögin er til 8. maí næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected].

Með reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 602/2008 um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir innan samevrópska loftrýmisins er innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 929/2010 frá 18. október 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1033/2006 að því er varðar ákvæði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem um getur í 1. mgr. 3. gr.

Markmið reglugerðarinnar er að uppfæra tilvísanir í viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago samninginn (flugreglur) og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á þann veg að alþjóðlegar skuldbindingar aðildarríkja séu uppfylltar og tryggð sé samfella við alþjóðlegan regluramma.  Í umræddum viðauka er vísað í ákvæði ICAO er gilda skulu um kröfur er varða verklagsreglur um flugáætlanir á undirbúningsstigi flugs innan samevrópska loftrýmisins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta