Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2020

ÖSE-skýrsla um mannréttindabrot í Hvíta-Rússlandi lögð fram.

Ísland hvatti í dag yfirvöld í Hvíta-Rússlandi til að fara að tillögum í nýrri ÖSE-skýrslu um mannréttindabrot þar í landi. Skýrslan var lögð fram í fastaráði stofnunarinnar í dag, og skoraði Guðni Bragason fastafulltrúi í Vínarborg, á yfirvöld í Hvíta-Rússland að taka þátt í viðræðum og skapa nýtt andrúmsloft í landinu, þar sem virðing fyrir mannréttindum og lýðræði væri í heiðri höfð. Sagði hann skýrsluna sýna fram á kerfisbundið ofbeldi gegn andófsfólki, ólöglegar handtökur og kynbundið ofbeldi.

Ísland er í hópi 17 ríkja, sem settu af hina svokölluðu Moskvu-aðferð (Moscow Mechanism), til að rannsaka ásakanir um mannréttindabrot í tengslum við forsetakosningarnar 9. ágúst sl. Þetta fól í sér rannsókn, sem unnin var af dr. Wolfgang Benedek, prófessor í Graz. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi neituðu allri samvinnu við dr. Benedek og hafa ekki tekið í mál að svar ákalli formanns ÖSE um að taka þátt í viðræðum um ástandið.

Ræða fastafulltrua, 5. nóvember 2020.

Skýrsla ÖSE um mannréttindabrot í Hvíta-Rússlandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta