Hoppa yfir valmynd
28. júní 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga lækkað um 4,5% milli ára

Lyfjamál
Lyfjamál

Aðgerðir til að draga úr lyfjakostnaði sjúkratrygginga hafa skilað umtalsverðum árangri. Kostnaður að undaskildum S-merktum lyfjum nam 8,911 milljónum króna árið 2012 og hafði lækkað um 4,5% frá fyrra ári, þrátt fyrir að lyfjanotkun landsmanna ykist um 1% á sama tíma, mæld í fjölda skilgreindra dagskammta. 

Þetta má lesa úr nýútkominni skýrslu Sjúkratrygginga Íslands; Lyfjakostnaður sjúkratrygginga árið 2012. Fram kemur að gengi krónunnar gagnvart helstu myntum var að meðaltali nánast óbreytt milli áranna 2011 og 2012. Í inngangi skýrslunnar segir:

„Lækkun kostnaðar milli ára skýrist fyrst og fremst af aukinni samkeppni á lyfjamarkaði en verð á mörgum lyfjum hefur lækkað mikið með tilkomu nýrra samheitalyfja á markaðinn.

Kostnaður vegna meltingarfæra- og efnaskiptalyfja hefur lækkað um 209 milljónir kr. og kostnaður vegna hjarta- og æðasjúkdómalyfja hefur lækkað um 117 milljónir kr. Kostnaður vegna tauga- og geðlyfja hefur lækkað um 91 milljón kr.

Þótt kostnaður vegna ofvirknilyfja hafi aukist um 118 milljónir kr. vegur þyngra að kostnaður vegna flestra annarra tauga- og geðlyfja hefur lækkað. Til dæmis hefur kostnaður vegna flogaveikilyfja lækkað um 68 milljónir kr. og kostnaður vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um 38 milljónir kr. Kostnaður vegna geðrofslyfja hefur lækkað um 76 milljónir kr. í kjölfar breytinga sem gerðar voru á greiðsluþátttöku geðrofslyfja 1. júní 2012. Þá er rétt að geta þess að bæði notendagjöld og smásöluálagning voru hækkuð í upphafi árs 2012.“

Allar tölur í skýrslunni eru á verðlagi hvers árs fyrir sig en eru ekki uppreiknaðar á föstu verðlagi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta