Nýr formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Kristján L Möller samgönguráðherra hefur skipað Guðmund Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóra í Fjarðabyggð, formann ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.
Guðmundur tekur við af Herdísi Á. Sæmundardóttur varaþingmanni, sem verið hefur formaður nefndarinnar frá ársbyrjun 2005.
Í ráðgjafarnefndinni eiga jafnframt sæti, samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað, Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar í Grundarfjarðarbæ, Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjabæ, og Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar í Blönduóssbæ.
Samgönguráðherra hefur jafnframt skipað Svanfríði I. Jónasdóttur, bæjarstjóra í Dalvíkurbyggð, varaformann nefndarinnar.