Þróun umfangs aðgerða í þágu loftslagsmarkmiða stjórnvalda
Á árunum 2015-2019 nam innheimta kolefnisgjalds 21,5 ma.kr. m.v. verðlag hvers árs. Á sama tímabili námu skattastyrkir 9,1 ma.kr. og fjárveitingar til málefna sem er m.a. ætlað að draga úr losun koltvísýrings 16 ma.kr. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns. Ríkisstjórnin hefur lagt aukna áherslu á loftslagsmál, m.a. með aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem kynnt var haustið 2018.
Árlegar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi á verðlagi hvers árs má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Þróun kolefnisgjalds fylgdi verðlagi árin 2015-2017 en var hækkað til viðbótar um 2,5% umfram verðbólgu árið 2017 líkt og önnur krónutölugjöld. Árið 2018 var gjaldið hækkað um 50% og árið 2019 var gjaldið hækkað um 10%.
Tekjur ríkissjóðs í m.kr. |
2015 |
2016 |
2017 |
2018 |
2019* |
---|---|---|---|---|---|
Kolefnisgjald |
3.274 |
3.464 |
3.806 |
5.317 |
5.680 |
*Áætlun. Heimild: Ríkisreikningur, fjárlög, fjáraukalög. |
Síðastliðin ár hefur ríkissjóður gefið eftir hluta af virðisaukaskatti vegna kaupa á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum til þess að hvetja til kaupa á umræddum bifreiðum. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hversu mikill skattastyrkurinn hefur verið á verðlagi hvers árs síðustu fimm árin.
Skattastyrkir ríkissjóðs í m.kr. |
2015 |
2016 |
2017 |
2018 |
2019* |
---|---|---|---|---|---|
Lækkun á VSK fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðar |
468 |
916 |
2.295 |
3.035 |
2.401 |
*Fjárhæðin er fyrir tímabilið janúar-nóvember 2019. Heimild: Tollstjóri. |
Útgjöld ríkissjóðs í formi fjárveitinga sem stuðla að minni losun kolefnis eru ólík og á ábyrgð nokkurra ráðuneyta og stofnana. Í töflunni hér að neðan má sjá hversu mikil útgjöldin hafa verið á verðlagi hvers árs. Vert er að benda á að sum útgjöldin, sér í lagi þau sem tengjast almennissamgöngum, þjóna fleiri markmiðum en eingöngu því að minnka losun kolefnis.
Ríkisstjórnin kynnti fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þann 10. september 2018. Þess sjást merki strax í fjárlögum ársins 2019 eins og fram kemur í töflunni.
Fjárveitingar í m.kr. |
2015 |
2016 |
2017 |
2018 |
2019 |
---|---|---|---|---|---|
Orkuskipti í samgöngum (vegasamgöngum og öðru) |
- |
67 |
67 |
67 |
257 |
Margvíslegar aðrar loftslagsaðgerðir |
- |
24 |
24 |
74 |
108 |
Kolefnisbinding |
- |
65 |
65 |
65 |
185 |
Átak í endurheimt votlendis |
- |
20 |
20 |
20 |
48 |
Loftslagssjóður |
- |
- |
- |
- |
64 |
Rannsóknir og vöktun vegna loftslagsbreytinga |
- |
74 |
51 |
51 |
58 |
Styrkir til almenningssamgangna |
896 |
988 |
2.926 |
3.264 |
3.407 |
Rafgeymar og landtengibúnaður fyrir Herjólf |
- |
- |
- |
- |
830 |
Styrkir til göngu- og hjólastíga* |
400 |
400 |
200 |
200 |
1.000 |
Samtals |
1.296 |
1.638 |
3.353 |
3.741 |
5.957 |
*Þar af er 750 m.kr. vegna samkomulags um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Heimild: Ríkisreikningur, fjárlög og ráðuneyti.