Föstudagspóstur 17. mars 2023
Föstudagur er runninn upp.
Upplýsingadeildin heilsar ykkur úr frostinu í Reykjavík. Vikan er á enda og nú sem endranær hafa heilmargir viðburðir átt sér stað í utanríkisþjónustunni bæði heima og á sendiskrifstofum okkar víða um heim.
Byrjum á fréttum af ráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fór til Úkraínu í vikunni ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fylgdarliði. Tilefnið var að heimsækja Volodimír Selenskí Úkraínuforseta sem tók á móti þeim á forsetaskrifstofu sinni í Kænugarði en ástæða fundarins var að sýna Úkraínsku þjóðinni samstöðu sem formennskuríki í Evrópuráðinu. Á fundinum var meðal annars rætt um leiðtogafundinn sem fram fer í Reykjavík í maí, þar sem málefni Úkraínu verða í brennidepli, og mögulega þátttöku Selenskís á fundinum, hvort sem hún fer fram í eigin persónu eða í gegnum fjarfundabúnað.
Í ferðinni hitti ráðherra einnig utanríkisráðherra Úkraínu og í lok þess fundar var gefin út sameiginleg yfirlýsing um ábyrgðarskyldu gagnvart Úkraínu vegna árásar Rússlands.
Í ferðinni heimsóttu þær einnig bæði Bucha og Borodianka og fengu þar tækifæri til að sjá með eigin augum afleiðingar og ummerki um þann kalda veruleika sem árásarstríð Rússlands býður úkraínsku þjóðinni að lifa við.
Náið var fylgst með ferðinni af íslenskum fjölmiðlum og vandlega greint frá henni á fréttavakt Ríkisútvarpsins.
Í gær var ár liðið frá því að ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti að vísa Rússlandi úr ráðinu. Af því tilefni sendi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra sem núverandi forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins frá sér yfirlýsingu.
Og þá beinum við sjónum okkar að sendiskrifstofunum. Við hefjum leika í Norður-Ameríku.
Á fimmtudagsmorgun hélt sendiráðið í Ottawa vefnámskeið fyrir íslensk fyrirtæki: Doing Business in Canada. Námskeiðið, sem var vel sótt, veitti þátttakendum innsýn í markaðinn og þau tækifæri sem eru í boði fyrir íslensk fyrirtæki í Kanada. Það var haldið í samstarfi við sendiráð Kanada í Reykjavík, með stuðningi frá Íslandsstofu.
Dagana 12.-14. mars sótti Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada, Seafood Expo North America (SENA) í Boston. SENA er stærsta sjávarútvegssýningin í Norður Ameríku og sýningin í ár var ein sú stærsta frá upphafi. Hann átti m.a. fundi með sjávarútvegsráðherrum Nova Scotia, Newfoundland-Labrador og New Brunswick þar sem rætt var um mögulega sendinefnd Atlantic Canada-fylkjanna til Íslands. Yfir 25 íslensk fyrirtæki voru einnig á sýningunni og Íslandsstofa var með sérstaka þjóðarbása á svæðinu.
Ambassador @HlynurGudjons attended his 19th @SeafoodExpo_NA exhibition in Boston this week, where he joined over 25 seafood, seatech, shipping, and financial institutions from Iceland. 1/2 pic.twitter.com/0WDZdktbCR
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) March 15, 2023
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington átti fund með þingmanninum Greg Murphy frá Norður-Karólínu um mögulegt samstarf, sjávarútvegs- og umhverfismál auk flugmála.
The ocean, fisheries and the Research Triangle, as well as the direct flight between Iceland & @RDUAirport, were among the topics discussed when Amb. @BEllertsdottir met @RepGregMurphy today. Always great to make new friends! #NorthCarolina #Iceland pic.twitter.com/GICObIoTh8
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 10, 2023
Sendiherra tók einnig þátt í málstofu um stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum og greindi frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að tækla þennan vaxandi vanda.
Important dialogue on #Online #Violence against #women & #girls at @StimsonCenter. We need to work together to fight silencing women! #CSW2023 #empoweringgirls. Thank you to #Australian colleagues for impressive talk on #GBV and the tools to fight #cybercrime ✊🏼 pic.twitter.com/uFGFYVV5gg
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) March 14, 2023
Samráð og samstarf um orkumál og grænar lausnir er vaxandi milli Íslands og Bandaríkjanna. Sendiráðið í Washington fundaði með yfirmanni í orkumálaráðuneyti, Brad Crabtree, og sérfræðingum um orkumál, möguleg samstarfsverkefni og vettvangsheimsókn til Íslands.
Ambassador @BEllertsdottir hosted Assistant Energy Secretary Brad Crabtree and colleagues today for some wide-ranging discussions about green energy, carbon management and opportunities for cooperation between 🇮🇸 & 🇺🇸. pic.twitter.com/IpEg5ZaMY4
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 15, 2023
Í New York tóku norrænu fastanefndinar sig saman og kölluðu eftir því að mannréttindi íbúa Myanmar væru virt.
End violence and abuses in #Myanmar. https://t.co/zuXt5NnXFh
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 16, 2023
Og Anna Pála Sverrisdóttir, sendiráðunautur hjá Fastanefnd Íslands í New York tók þátt í námskeiði um alþjóðalög um mannréttindi, sem haldið var af New York University og Rauða Krossinum í New York.
At the annual seminar on #IHL held by @ICRC_NYC and @nyuniversity, our Legal Adviser @annapalan, Vice Chair of #UNGA77 6C Bureau, discussed #crimesagainsthumanity draft articles of the ILC & resumed 6th Committee session this April. #accountability pic.twitter.com/tksa5CkSPl
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 16, 2023
Aðalræðismaður okkar í New York Nikulás Hannigan sótti einnig sjávarútvegssýninguna SENA, enda er um stærstu sjávarútvegssýningu í Norður Ameríku að ræða og þátttaka íslenskra fyrirtækja áberandi.
Og þá ferðumst við alla leið til Asíu og svo til Afríku
Í Peking sótti Þórir Ibsen sendiherra sýningu Peking óperunnar í boði aðstoðar utanríkisráðherra Kína.
Enjoyable initiation to the Beijing Opera. Thank Assistant Foreign Minister Hua Chunying and her colleagues for the invitation pic.twitter.com/iqocmHf58H
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 15, 2023
Sendiráðið studdi einnig þátttöku íslenskra fyrirtækja á kaupstefnu í Harbin.
Team #Iceland 🇮🇸 at the 2023 Harbin International Ice & Snow Expo 🇨🇳 https://t.co/18eEr24n9A @MFAIceland
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 17, 2023
auk þess sem staðgengill sendiherra sótti heim endurhæfingarmiðstöðina í Harbin sem um árabil hefur notið góðs af þjónustu Össurar.
Embassy’s representatives visit Heilongjiang Social Rehabilitation Hospital in Harbin 🇨🇳 which has had long-term cooperation with #Iceland’s ÖSSUR to better lives of patients with cutting edge orthopedic & bracing products https://t.co/arSI9tEDcT @MFAIceland @OssurCorp
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 17, 2023
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra í Tókýó tók á móti ungum og áhugasömum ferðalangi sem heimsækir bráðum Ísland og vildi vita allt um eldgosið í Heimey.
Got a visit from sixth grader Yudo today. He is visiting #Iceland with his school mates in a few days. He was very interested & wanted to learn about the volcanic eruption in 1973 in my hometown, #Heimaey part of the #Vestmannaeyjar archipelago, when I myself was a schoolboy. pic.twitter.com/nlhGNnwYh9
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 13, 2023
Í Malawi urðu miklar náttúruhamfarir, flóð og aurskriður, af völdum hitabeltisstormsins Freddy og vottaði sendiráðið landsmönnum samúð sína og lýsti yfir stuðningi á samfélagmiðlum.
Auk þess var ákveðið af íslenskum stjórnvödum að verja 71 milljón íslenskra króna í neyðarframlag til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu vegna þess neyðarástands sem skapaðist í kjölfar óveðursins. Sagt var frá því á vef stjórnarráðsins.
Og þá yfir til Evrópu.
Í Varsjá var tekið á móti Katrínu Jakobsdsóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem þær áttu fund með forsætisráðherra Póllandse, Matusz Moraviecki. Á fundinum voru tvíhliða tengsl landanna rædd en einnig hitamál í Evrópu, svo sem stríðið í Úkraínu. Heimsóknin var liður í ferðalagi ráðherranna tveggja til Úkraínu sem greint var frá í upphafi pósts.
Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf flutti ræðu fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um ofbeldi gegn börnum.
#HRC52 in ID with SRSG on Violence against Children, 🇮🇸 on behalf of 🇩🇰 🇪🇪 🇫🇮 🇱🇻 🇱🇹 🇳🇴 🇸🇪 🇮🇸 stressed the importance of an evidence-based approach in tackling violence against children & to fill gaps in data collection on the matter. pic.twitter.com/fxbIcGkBWz
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 16, 2023
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í París tók þátt í netverki kvenna ásamt 6 öðrum kvensendiherrum á svæðinu.
This morning we were delighted to host our Women Ambassador network, bringing together 7 Ambassadors from different countries to discuss #education. @HeilbronnerAG, @DescarregaEva, @bjc_agua, #UnnurOrradóttir, #IssamarySánchezOrtega, #NatasaMaric, #TeowLeeFoo, #BojanaKondićPanić. pic.twitter.com/iY2CIbCHcq
— Women's Forum (@Womens_Forum) March 16, 2023
Í Strassborg tók Oddný Mjöll Arnardóttir formlega við embætti dómara við Mannréttindastól Evrópu.
Oddný Mjöll Arnardóttir has been formally sworn in as judge of the @ECHR_CEDH in respect of 🇮🇸Iceland 👏 pic.twitter.com/4m3wMzxWEI
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) March 16, 2023
Í Vínarborg fór fram 66. þing fíkniefnanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísland átti þátt í nokkrum hliðarviðburðum.
Join us tomorrow for this #CND66 side-event on Ensuring #HumanRights Protection in Nordic Drug Policy, co-sponsored by 🇮🇸🇩🇰🇳🇴 https://t.co/SUeTqrIhq2
— Iceland in Vienna 🇮🇸 (@IcelandVienna) March 13, 2023
SAVE THE DATE! 🇲🇹's #CND66 side event supported by 🇦🇺 🇧🇪 🇨🇦 🇩🇰 🇫🇮 🇮🇸 🇲🇽 🇳🇱 🇳🇿 🇳🇴 🇵🇾 🇸🇮 🇸🇪 🇨🇭 🇹🇭 🇬🇧 🇺🇸 & the #PompidouGroup of the @coe will take place online on Tue, 14/3 at 14:10! #MentalHealthMatters
— Malta in Austria 🇲🇹 🇦🇹 (@MaltaEmbVienna) March 9, 2023
Register here ➡️ https://t.co/6x6Kf4GYgo@UNODC @CND_tweets @MinisterIanBorg pic.twitter.com/4zRNTENdfb
Ljósmyndasýning Ragnars Axelssonar var opnuð í Hamborg á fimmtudagskvöld og ávarpaði sendiherra Íslands í Berlín María Erla Marelsdóttir gesti sýningarinnar. Á sýningunni er farið yfir langan og glæstan feril Ragnars sem spannar um það bil 40 ár, en svarthvítar myndir hans eru þekktar fyrir það að sýna í návígi líf og náttúru á norðurslóðum.
Sendiráð Íslands í Brussel efndi til menningarleiks á Facebook þar sem tveir heppnir "hlustendur" gátu unnið miða á hina margrómuðu kvikmynd Hlyns Pálmasonar Volaða land.
Fjöllum að endingu um lífið hjá sendiskrifstofum okkar á Norðurlöndunum og í Moskvu. Byrjum þar.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra átti fund með varautanríkisráðherra Kirgistan, Almaz Imangaziev, í höfuðborginni Bishkek.
Þá fór fram formleg opnun kjörræðisskrifstofu í borginni þann 16. mars við hátíðalega athöfn en kjörræðismaður fyrir Ísland í Kirgistan var í fyrsta skipti skipaður í nóvember síðastliðnum.
Harald Aspelund sendiherra í Helsinki kynnti formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir kollegum.
Og sendiráð Íslands í Finnlandi tók einnig á móti fulltrúum frá menntasviði Kópavogsbæjar sem voru í heimsókn í landinu til að skoða áherslur annars bæjarfélags á barnvænt samfélag.
Sendiherra Íslands í Stokkhólmi Bryndís Kjartansdóttir er um þessar mundir í heimsókn í Kýpur.
Í Kaupmannahöfn lauk kvikmyndahátíðinni North Atlantic Film Days sem sendiráðið léði lið sitt. Starfsmenn sendiráðsins geta ekki beðið eftir þeirri næstu.
Við ljúkum föstudagspóstinum að þessu sinni í hjá aðalræðisskrifstofunni í Þórshöfn í Færeyjum sem minnir okkur á að þótt frostið bíti okkur stundum í kinnarnar getur það líka myndað fegurð sem gott er að staldra við og taka eftir.