Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2011 Heilbrigðisráðuneytið

60% lækkun á heildarkostnaði Sjúkratrygginga vegna blóðþrýstingslyfja

Kostnadur-sjukratrygginga-ATC-2009-2010Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna blóðþrýstingslækkandi lyfja lækkaði um 60% frá árinu 2009 - 2010, úr 685 milljónum króna í 277 milljónir króna. Meginástæðan eru breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði sem stuðla að notkun hagkvæmustu lyfjanna. Þetta kemur fram í nýjasta fréttablaði lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands (júlí 2011).

Þann 1. október 2009 tók gildi reglugerð sem kveður á um að sjúkratryggingar taki einungis þátt í greiðslu kostnaðar af hagkvæmustu pakkningum blóðþrýstingslækkandi lyfja í flokkinum ATC C09. Markmiðið var að beina lyfjaávísunum lækna fyrir sjúklinga sína að hagkvæmustu lyfjunum þegar verkun þeirra er sambærileg og verkun dýrari lyfja. Ef meðferð með þessum lyfjum er talin ófullnægjandi eða ef aukaverkanir koma fram við notkun þeirra getur læknir sótt um lyfjaskírteini sem tryggir sjúklingnum niðurgreiðslu vegna dýrara lyfs sem honum er nauðsynlegt.

Lækkun lyfjaverðs

Verdlaekkun-blodthrystingslyfja 2009-2010Auk þess sem notkun hagkvæmari lyfja hefur aukist hafa breytingarnar einnig leitt til þess að verð á mörgum blóðþrýstingslækkandi lyfjum hefur lækkað um allt að 70-75%.

Sjúklingum sem þurftu á blóðþrýstingslækkandi lyfjum að halda fjölgaði um 1% frá árinu 2009-2010 en fjöldi dagskammta (DDD) dróst saman um 1,2% á sama tímabili.

Í meðfylgjandi fréttabréfi lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands er nánari umfjöllun um áhrif reglugerðarinnar frá 1. október 2009 ásamt skýringamyndum.

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta