Börnin í borginni
Aðilar Reykjavíkurborgar sem sérstaklega vinna með börnum og unglingum hafa tekið höndum saman undir yfirskriftinni Börnin í borginni. Markmið starfsins er m.a. að fylgjast með líðan barna og starfsfólks í leikskólum og grunnskólum, leita leiða til að minnka og hafa áhrif á vanlíðan vegna álags og streitu, fylgjast með tölulegum upplýsingum sem gefa vísbendingar um breytta fjárhagsstöðu heimilanna og stuðla að samvinnu þeirra sem koma að málefnum barna og unglinga í borginni.