Hoppa yfir valmynd
28. september 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áskoranir og verkefni fram undan í norrænni samvinnu rædd í Kaupmannahöfn

Áskoranir og verkefni fram undan í norrænni samvinnu rædd í Kaupmannahöfn   - myndMaria Louise Reichardt

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, tók í dag þátt í ráðstefnu í Kaupmannahöfn um verkefni og áherslur í norrænni samvinnu á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar fram til ársins 2030. Norræna ráðherranefndin og fleiri stóðu að ráðstefnunni sem einnig var sýnd í streymi.  

Ráðstefnan var mikilvægur vettvangur fyrir samstarfsaðila í norrænu samstarfi til að ræða nýja framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, sem nú er í mótun og taka mun gildi árið 2025. Þátttakendur voru norrænir sérfræðingar, stjórnmálafólk, fulltrúar atvinnulífs og frjálsra félagasamtaka, álitsgjafar og fleiri. Meðal annars var fjallað um áskoranir og þörf á frekari samvinnu á sviði umhverfis- og loftslagsmála, á sviði félagslegra málefna og hvernig standa ætti vörð um samkeppnishæfni Norðurlanda, meðal annars varðandi gervigreind.  

Þar sem Ísland er í formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2023 flutti forsætisráðherra myndbandsávarp í upphafi ráðstefnunnar og samstarfsráðherra flutti bæði opnunar- og lokaávarp.  

Guðmundur Ingi og Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Guðmundur Ingi ásamt Helge Orten varaforseta Norðurlandaráðs, Ulrik Vestergaard Knudsen, varaframakvæmdastjóra OECD, Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og Louise Schack Elholm, samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta