Hoppa yfir valmynd
5. október 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir í Ask mannvirkjarannsóknasjóð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði fyrir árið 2023. Umsóknarform og allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu sjóðsins en styrkir úr sjóðnum eru veittir á samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og innviðaráðuneytið.

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni. Leitast er við að opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir fleiri aðila úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu og einnig að stuðla að auknu samstarfi við erlenda rannsóknaraðila.

Áhersluflokkar Asks árið 2023 eru:

  • Byggingargallar, raki og mygla
  • Byggingarefni
  • Orkunýting og losun
  • Tækninýjungar
  • Gæði

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 20203.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta