Hoppa yfir valmynd
20. desember 2023

Tímabundin setning forstjóra NÍ og LMÍ framlengd

Fréttapóstar vegna breytinga á stofnanaskipulagi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins eru eingöngu sendir á starfsmenn ráðuneytisins og stofnanna þess.

Þingfrestun á Alþingi varð þann 16. desember sl. og hefur hlé verið gert á þingfundum til 22. janúar 2024. Þingið náði ekki að afgreiða frumvarp til laga um nýja Náttúrufræðistofnun á árinu eins og gert hafði verið ráð fyrir og er frumvarpið enn til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Frumvarpið felur í sér að Landmælingar Íslands (LMÍ) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (RAMÝ) verði hluti af Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ).

Núverandi forstjórar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands eru settir í embætti tímabundið til ársloka 2023. Ekki er til staðar heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, til að framlengja setningu þeirra tímabundið meðan frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun hefur ekki verið afgreitt og e.a. hvað varðar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar til forstjóri nýrrar stofnunar hefur verið skipaður. Vegna þessa hefur Alþingi samþykkt frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem heimilar ráðherra að framlengja setningu forstjóranna til 30. september 2024 (https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/579/?ltg=154&mnr=579).

Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri NÍ, og Gunnar Haukur Kristinsson, settur forstjóri LMÍ, munu því áfram gegna stöðum forstjóra þar til Alþingi hefur lokið afgreiðslu sinni.  

Gleðileg jól!

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Annað

Spurningum og ábendingum starfsmanna um stofnanabreytingarnar sem óskað er eftir að koma á framfæri skal beint til mannauðstjóra/forstöðumanna stofnananna, sem eru í góðu sambandi við ráðuneytið. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og ábendingar beint til mannauðsstjóra ráðuneytisins [email protected], sem safnar þeim saman og sendir spurningar og svör til stofnana sem þau geta dreift til starfsfólks. 

Sameiningunni er m.a. ætlað að ná þeim markmiðum að:

  • Til verði stærri, kröftugri og faglega öflugri stofnanir sem geti tekist á við áskoranir  til framtíðar og unnið að markmiðum Íslands í umhverfismálum.
  • Efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri.
  • Fjölga störfum á landsbyggðinni og störfum óháð staðsetningu
  • Nýta betur þekkingu og innviði og auka sveigjanleika til að takast á við stór verkefni.
  • Einfalda áætlanagerð og auka rekstrarhagkvæmni. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta