Hoppa yfir valmynd
26. október 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

37,2% þjóðarframleiðslu Íslands frá hugverkadrifnum atvinnugreinum

37,2% þjóðarframleiðslu Íslands frá hugverkadrifnum atvinnugreinum  - myndDaniel Schoibl / Unsplash

Ný skýrsla um hugverkadrifnar atvinnugreinar í Evrópu (e. IPR-intensive industries) sýnir að slíkar atvinnugreinar standa undir 37,2% þjóðarframleiðslu Íslands og 29,7% starfa. Til samanburðar standa þessar greinar að meðaltali undir ríflega 47% af þjóðarframleiðslu landa Evrópusambandsins, EFTA og Bretlands og 29,7% starfa. 

Hugverkadrifnar atvinnugreinar eru skilgreindar sem atvinnugreinar þar sem fjöldi skráðra hugverkaréttinda á hvern starfsmann er yfir meðaltali, hvort sem það eru skráð einkaleyfi, vörumerki, hönnun, höfundarréttur eða afurðaheiti. 

Í skýrslunni, sem unnin er af EUIPO og EPO kemur m.a. fram að fyrirtæki sem starfa í þeim geirum atvinnulífsins sem leggja áherslu á vernd hugverkaréttinda greiða að meðaltali 41% hærri laun en önnur fyrirtæki. Sé litið sérstaklega til þeirra geira þar sem einkaleyfaskráningar eru algengar eru laun að meðaltali 65% hærri en í öðrum atvinnugeirum. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að hugverkadrifnar atvinnugreinar standi undir alls 80% af útflutningi Evrópusambandsins og um 75% af öllum viðskiptum innan sambandsins.

Mikilvægi hugverkadrifinna atvinnugreina hefur aukist og má sjá þessa þróun skýrt í samanburði milli ára. Árin 2017-2019 er talið að hugverkadrifnar atvinnugreinar hafi staðið undir 29,7% starfa í Evrópu en árin 2014-2016 átta prósentustigum minna, eða 28,9%.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta