Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2020 Dómsmálaráðuneytið

Mælt fyrir frumvarpi um endurupptökudóm

Alþingishúsið - myndHari

Til stendur að setja á fót endurupptökudóm og hefur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, mælt fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi. Frumvarpið er um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála.

Með frumvarpinu er lagt til að settur verði á stofn nýr dómstóll, Endurupptökudómur, sem komi í stað endurupptökunefndar. Með slíkri skipan yrðu tekin af öll tvímæli um að dómsvaldið væri einvörðungu á hendi dómenda í samræmi við fyrirmæli 2. gr. stjórnarskrárinnar og jafnframt að úrlausnir slíks sérdómstóls, um hvort hróflað skuli við endanlegum dómum Hæstaréttar, Landsréttar eða héraðsdóms með endurupptöku málanna, væru endanlegar og kæmu ekki til endurskoðunar dómstóla á grundvelli 60. gr. Stjórnarskrárinnar.

End­urupp­töku­dóm­ur verður skipaður fimm dómur­um. Að meiri­hluta verður hann skipaður embætt­is­dómur­um frá hverju hinna þriggja dóm­stiga. Tveir dóm­ar­ar verða skipaðir að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu. Þeir síðar­nefndu munu dæma í öll­um mál­um sem koma inn á borð dóm­stóls­ins ásamt ein­um embætt­is­dóm­ara.

Með frum­varp­inu er stefnt að rýmk­un skil­yrða til end­urupp­töku einka­mála. Sam­kvæmt gild­andi lög­um þurfa þrjú skil­yrði að vera upp­fyllt til þess að mál fá­ist end­urupp­tekið. Tvö þess­ara skil­yrða eru sér­staks eðlis þar sem leiða verður sterk­ar lík­ur að því ann­ars veg­ar að máls­at­vik hafi ekki verið leidd rétti­lega í ljós þegar málið var til meðferðar og hins veg­ar að ný gögn muni verða til breyttr­ar niður­stöðu í mik­il­væg­um atriðum. Þriðja skil­yrðið vís­ar til þess að önn­ur at­vik mæli með því að leyfi verði veitt, þar á meðal að stór­felld­ir hags­mun­ir aðilans séu í húfi.

Með frum­varp­inu er lagt til að nægi­legt sé að öðru hvoru sér­stöku skil­yrðanna sé full­nægt til að mál fá­ist end­urupp­tekið, enda séu hin al­mennu skil­yrði jafn­framt fyr­ir hendi. Skil­yrðin taka ann­ars veg­ar til þeirra til­vika þegar sterk­ar lík­ur eru að því leidd­ar með nýj­um gögn­um eða upp­lýs­ing­um að máls­at­vik hafi ekki verið rétti­lega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilan­um verði ekki um það kennt. Hins veg­ar taka skil­yrðin til annarra til­vika en þeirra sem varða máls­at­vik. Sam­kvæmt því næg­ir að fram hafi komið ný gögn eða upp­lýs­ing­ar sem sterk­ar lík­ur mæla með að muni breyta fyrri niður­stöðu dóms­máls­ins. Með nýj­um gögn­um eða upp­lýs­ing­um í þess­um skiln­ingi geta verið úr­lausn­ir alþjóðlegra dóm­stóla á borð við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu og EFTA-dóm­stól­inn.

Þó að ný gögn eða upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir mun það ekki leiða sjálf­krafa til þess að mál verði end­urupp­tekið. Alltaf þarf að fara fram gaum­gæfi­legt mat á því hvort skil­yrði til end­urupp­töku séu upp­fyllt enda dæma ís­lensk­ir dóm­stól­ar ein­göngu á grund­velli ís­lenskra laga.

Hægt er að fylgjast með framvindu frumvarpsins á vef Alþingis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta