Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra flutti ávarp á tíundu Sjávarútvegsráðstefnunni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um íslenskan sjávarútveg í samhengi við íslenskt samfélag og íslenska sjálfsmynd í ávarpi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni. Hún rifjaði upp sögu sjávarútvegs hér á landi og þær miklu framfarir sem hafa orðið, ekki síst á undanförnum árum með tilkomu hátæknilausna í greininni. Samhliða tækniþróun síðustu aldar áttu sér líka stað framfarir í öryggismálum og forsætisráðherra beindi sjónum að þætti slysavarnadeilda um land allt í því samhengi. Hún fjallaði líka um þær áskoranir sem blasa við vegna loftslagsbreytinga, ekki síst súrnun sjávar og breytingar á vistkerfi hafsins. Meðal annars sagði Katrín:

„Eitt af því sem við höfum lært á undanförnum árum og áratugum er að við verðum að auka efnahagslega fjölbreytni. Við getum ekki eingöngu reitt okkur á náttúruauðlindir. Það gerum við auðvitað ekki nú. Allar þær atvinnugreinar sem reiða sig á náttúruauðlindir hafa um leið sinnt rannsóknum, þróun og nýsköpun með þeim hætti að verðmætasköpun hefur aukist stórkostlega ásamt því að markverður árangur hefur náðst í að draga úr orkunotkun og um leið losun gróðurhúsalofttegunda.“

Að lokum fjallaði forsætisráðherra um þá vinnu sem stendur yfir við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og nýtt ákvæði um þjóðareign á auðlindum sem hlýtur að vera hluti af framtíðarsýn sjávarútvegsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta