Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
Í lok síðasta árs ákvað verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að meta stöðu Íslands gagnvart öllum 169 undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna. Nú er þeirri stöðutöku lokið í formi mælaborðs sem á myndrænan hátt gerir grein fyrir stöðu markmiðanna á Íslandi.
Staðan byggir á mati sérfræðinga í ráðuneytunum og stöðu Íslands gagnvart þeim mælikvörðum sem fylgja undirmarkmiðunum og Hagstofa Íslands heldur utan um. Tilgangur mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir yfirgripsmikla vinnu stjórnvalda að framgangi heimsmarkmiðanna. Þá munu upplýsingarnar sem finna má í mælaborðinu nýtast sem grunnur að næstu landrýniskýrslu Íslands (VNR) til Sameinuðu þjóðanna, en Ísland skilaði síðast slíkri skýrslu árið 2019.
Staða markmiðanna er metin út frá fjögurra punkta skala; mjög langt í land, eitthvað í land, Ísland vel staðsett og markmiði náð.
Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna