Álitsgerðir ágreiningsmálanefndar
Ágreiningsmálanefnd hefur sent frá álitsgerðir vegna áranna 2000 og 2001, en nefndin tekur til meðferðar þau ágreiningsmál sem rísa vegna samskipta almennings og heilbrigðisþjónustunnar og vísað er til nefndarinnar. Nefndin starfar á grundvelli laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og í henni sitja Rúnar Guðjónsson, sýslumaður, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar, Kristín Björnsdóttir, dósent, og Guðmundur Pétursson, læknir.