Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi
Skráning er hafin á málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi en það verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi kl. 10-16.
Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa nú fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Á málþinginu verða niðurstöður úttektarinnar teknar til umfjöllunar og umræðu, ásamt hugmyndum um aðgerðir. Niðurstöður málþingsins verða hafðar til hliðsjónar við framkvæmd aðgerðaáætlunar ráðherra.
Málþinginu verður einnig streymt á vefnum.
Allir hagsmunaaðilar skólakerfisins eru hvattir til þátttöku.
Dagskrá málþingsins verður birt á vef ráðuneytisins innan skamms.
- Skráning á málþingið. Skráningu lýkur 22. ágúst.
- Nánari upplýsingar og efni um úttektina.