Atvinnumál kvenna
Í apríl s.l. var auglýst eftir styrkumsóknum vegna atvinnumála kvenna. Tilgangur styrkveitinga var fjórþættur; sem vinnumarkaðsaðgerð til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna, viðhalda byggð um landið, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að auka fjölbreytni í atvinnulífi.
Áhersla var lögð á atvinnusköpun.
Alls bárust 160 umsóknir og samþykktir hafa verið 44 styrkir sem félagsmálaráðherra veitir. Fjárhæð styrkveitinga nemur tæpum 25 milljónum króna og eru verkefnin af ýmsum toga. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar mun verða birtur listi yfir styrkþega og tegund verkefna.