Hoppa yfir valmynd
3. september 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýjar reglur Ábyrgðasjóðs launa

Félagsmálaráðherra hefur, á grundvelli 9. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003 staðfest nýjar reglur um greiðslur Ábyrgðasjóðs launa á innheimtukostnaði vegna krafna sem njóta ábyrgðar sjóðsins. Koma þær í stað reglna sem settar voru á árinu 1997.

Í 3. mgr. 9. gr. laga nr. 88/2003 um Ábyrgðasjóð launa er mælt fyrir um að stjórn sjóðsins skuli setja reglur, sem ráðherra staðfestir, um hámark á greiðslu kostnaðar og önnur skilyrði fyrir ábyrgð sjóðsins á kröfum um greiðslu innheimtukostnaðar.

Í grunninn byggja nýju reglurnar á reglum sjóðsins frá maí 1997. Þær hafa ekki verið endurskoðaðar frá þeim tíma en í nýju reglunum er gert ráð fyrir að viðmiðunarfjárhæðir skv. 5. gr. verði endurskoðaðar árlega. Grunnfjárhæð skv. eldri reglum eru 4.000 kr. vegna einstakra innheimtuaðgerða en sú fjárhæð hækkar í 7.000 kr., eða um 75%.

Í reglunum er kveðið á um greiðslu innheimtuþóknunar lögmanns en slík ákvæði er ekki að finna í eldri reglum. Er miðað við að af kröfum allt að 500.000 kr. greiðist að hámarki 10% innheimtuþóknun en 7% umfram það. Tekið skal fram að hér er miðað við þann höfuðstól sem nýtur ábyrgðar sjóðsins, ekki lýsta heildarkröfu. Heimilt er að miða við hærra hlutfall ef sýnt er fram á að innheimtuaðgerðir hafi verið óvenju umfangsmiklar en einnig er heimilt að lækka þóknun í þeim tilvikum sem sami lögmaður er með mikinn fjölda mála á hendur þrotabúi. Jafnframt er tekið fram að krafa um innheimtuþóknun skuli miðast við umfang innheimtuaðgerða á hendur vinnuveitanda fram að gjaldþrotaúrskurði.

Þar sem annað er ekki sérstaklega tekið fram gilda sömu reglur um kröfur lífeyrissjóða og launamanna. Undantekning frá þessu eru í 3. gr. reglnanna, þar sem tekið er fram að sjóðurinn greiði ekki innheimtuþóknun til lífeyrissjóða og vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar. Hins vegar greiðir sjóðurinn útlagðan kostnað þessara aðila, svo og kostnað vegna kröfulýsingar o.fl., en samkvæmt eldri reglum greiddi sjóðurinn engan innheimtukostnað þessara aðila, að skiptatryggingu frátalinni.

Í reglunum er einnig að finna ýmis ákvæði sem árétta gildandi framkvæmd sjóðsins. Má þar nefna að ekki eru greiddir vextir af innheimtukostnaði og að ábyrgð

Reglur um greiðslur Ábyrgðasjóðs launa á innheimtukostnaði vegna krafna sem njóta ábyrgðar sjóðsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta