Hoppa yfir valmynd
10. maí 2009 Forsætisráðuneytið

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur: 10. maí 2009 - 22. maí 2013

  • Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra (til 31.12.2011), efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (frá 31.12.2011 til 01.09.2012), atvinnu- og nýsköpunarráðherra (frá 01.09.2012)
  • Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
  • Kristján L. Möller, samgönguráðherra (til 02.09.2010 - heiti ráðuneytisins breyttist 1. október 2009 í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og var Kristján því samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eftir það)
  • Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra til 1. október 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá 2. september 2010 (ráðuneytin sameinuðust 1. janúar 2011 undir innanríkisráðuneyti og var Ögmundur innanríkisráðherra eftir það)
  • Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra (heiti ráðuneytisins breyttist 1. október 2009 í mennta- og menningarmálaráðuneyti og var Katrín mennta- og menningarmálaráðherra eftir það)
  • Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra til 2. september 2010 (heiti ráðuneytisins breyttist 1. október 2009 í efnahags- og viðskiptaráðuneyti og var Gylfi efnahags- og viðskiptaráðherra eftir það)
  • Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra til 2. september 2010 (heiti ráðuneytisins breyttist 1. október 2009 í dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og var Ragna dómsmála- og mannréttindaráðherra eftir það)
  • Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til 31. desember 2011
  • Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra til 1. september 2012, fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. október 2012
  • Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra til 2. september 2010, efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2. september 2010 til 31. desember 2011
  • Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra til 1. september 2012, umhverfis- og auðlindaráðherra frá 1. september 2012
  • Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra frá 1. október 2009 til 2. september 2010
  • Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra frá 2. september 2010 (ráðuneytin sameinuðust 1. janúar 2011 undir velferðarráðuneyti og var Guðbjartur velferðarráðherra eftir það)
  • Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra frá 31. desember 2011 til 1. september 2012, fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. september 2012 til 1. október

 

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 10. maí 2009

Ríkisráðsfundur 10. maí 2009. Talið frá vinstri: Árni Páll Árnason, Jón Bjarnason, Gylfi Magnússon, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller, Katrín Jakobsdóttir, Ragna Árnadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ragnhildur Arnljótsdóttir ríkisráðsritari.

 

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur með breytingum 1. október 2009

Með breytingum 1. október 2009. Talið frá vinstri: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Ragna Árnadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller, Gylfi Magnússon, Jón Bjarnason, Árni Páll Árnason, Álfheiður Ingadóttir og Ragnhildur Arnljótsdóttir ríkisráðsritari.

 

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur með breytingum 2. september 2010

Með breytingum 2. september 2010. Talið frá vinstri: Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason, Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Ragnhildur Arnljótsdóttir ríkisráðsritari.

 

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur með breytingum 31. desember 2011

Með breytingum 31. desember 2011. Talið frá vinstri: Oddný G. Harðardóttir, Ögmundur Jónasson, Katrín Júlíusdóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Ragnhildur Arnljótsdóttir ríkisráðsritari.

 

46 Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur með breytingum 30. ágúst 2012

Með breytingum 30. ágúst 2012. Talið frá vinstri: Guðbjartur Hannesson, Svandís Svavarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Ögmundur Jónasson, Oddný G. Harðardóttir og Ragnhildur Arnljótsdóttir ríkisráðsritari.

 

47 Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur með breytingum 1. október 2012

Með breytingum 1. október 2012. Talið frá vinstri: Ögmundur Jónasson, Svandís Svavarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Guðbjartur Hannesson og Ragnhildur Arnljótsdóttir ríkisráðsritari.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta