Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2023

Jarðhitaverkefni Geotropy á Indlandi.

Stórt skref var stigið laugardaginn 18. nóvember í jarðhitaverkefni hins íslenska Geotropy orkufyrirtækis, þegar undirritaður var samningur við yfirvöld í indverska fylkinu Himachal Pradesh um ýmis nýtingarréttindi í verkefni Geotropy um að nota jarðhita, til að kæla ávaxtaframleiðslu og styrkja þannig efnahag og fæðuöryggi í héraðinu. Þegar hefur verið borað eftir heitu vatni í Kinnaur-dal, þar sem mikið er ræktað af ávöxtum.

Samningurinn var undirritaður af Tómasi Hanssyni stjórnarformanni Geotropy og Sudesh Mokhta forstjóra landbúnaðarstofnunarinnar í Himachal Pradesh, að viðstöddum Sukhvinder Singh forsætisráðherra fylkisins og Guðna Bragasyni sendiherra í Nýju-Delhí. Undirritunin fór fram í Shimla, höfuðborg fylkisins, að loknum fundi um sameiginleg hagsmunamál þess og Íslands.

Mynd:

Tómas Hansson og Sudesh Mokhta undirrita samninginn að viðstöddum Guðna Bragasyni sendiherra og Sukhvinder Singh forsætisráðherra, auk dr. Vijay Chauhan framkvæmdastjóra Geotropy.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta